Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Síða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Síða 27
HALLDÓR KILJAN LAXNESS Austrænir lærdómar Ibók sinni um Kína, „600 milljónir Kínverja undir rauða fánanum“, sem út kom fyrir fáum mánuðum, fer höfundurinn, Robert Guillain, mörg- um orðum um þann rækilega heila- þvott sem ítroðslumeistarar marxis- mans fremji á kínversku þjóðinni. Robert Guillain er slunginn athug- andi, en skýringarnar hefðu farið honum miklu betur úr hendi hefði hann ekki orðið að bráð allt að því amerísku kommúnistaæði, sem jaðr- ar við alvarlega taugabilun og truflar skyggni hans. Hlutdrægni hans er svo mikil að segja má að allt farteski frá- sögunnar hafi oltið um hrygg áður en hann lagði af stað. Því skal engan veginn neitað að margþvældar marx- istaklausur sem flestir Kínverjar hafa á reiðum höndum, til að svara nálega hvaða spurningu sem að þeim er beint, virðast Vesturlandabúum frem- ur einfeldnislegur talsmáti; mörgum okkar koma þessi svör álíka spánskt fyrir og þegar Austurlandabúi slengir framan í okkur einhverri kristinni flatneskju sem við þekkjum alltof vel, og kanski þó þeim mun spánskara sem kristindómur er í eðli sínu austræn ídeólógía, en kommúnismi er ensk trúarbrögð sem eiga rætur sínar í enskri reynslu af iðnbyltingu 19. ald- ar, en var skipað í kerfi af Lundúna- gyðingi sem skrifaði á þýzku. Marx- istiskur rétttrúnaður, sem birtist í slagorðinu: öreigar sameinizt, á styrk sinn að verulegu leyti því að þakka að hann er allt að því eins einfaldur og snjall og hugmyndakjami Múhameðs- trúar; Allah er Allah. En hversu vel sem okkur geðjast að marxisma sem kenningu og trúarbrögðum (á nú- tímamáli: ídeólógíu), þá glatar hann nokkru af þokka sínum þegar hann verður ríkisrétttrúnaður, af því að rétttrúnaður þýðir óhj ákvæmilega trúarbrögð lögreglunnar. Engu að síður getur enginn Vesturlandabúi með fullum sönsum látið sér sjást yfir þrjár einfaldar staðreyndir, þegar hann athugar það sem fyrir augun ber í Kína. í fyrsta lagi er stjórn Maós ef til vill eina kommúnistastjómin sem hefur framið það kraftaverk á fyrsta áratug tilvistar sinnar að fæða og TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 129 9

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.