Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Page 48

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Page 48
SIGFÚS DAÐASON Athugasemdir um Brekkukotsannál 1. Brekkukotsannáll og önnur verk Halldórs Kiljans Laxness AÐ er nú löngu oröin slitin setn- ing að Halldór Kiljan Laxness komi lesendum „alltaf jafnmikið á óvart“ með hverri nýrri bók, svo slit- in að mörgum mun jafnvel hætt að vera ljóst hve sá síbreytileiki er þýð- ingarmikið einkenni á rithöfundar- ferli hans, og jafnframt hve Halldór er sérstakur, mér liggur við að segja einstakur, einmitt að þessu leyti. í bili man ég ekki eftir neinum öðrum höfundi sem hafi þetta einkenni í svo ríkum mæli; það þyrfti helzt að leita til málaralistarinnar til að finna hlið- stæðu; sú hliðstæða er Picasso. Eigi að síður væri ef til vill ástæða til að líta nánar á þessa ágætu setningu, og leitast við að draga eitthvað úr algildi hennar: það kynni þá að koma í ljós að hver ný bók eftir Halldór hefur að vísu alltaf komið lesendum á óvart, en ekki alltaf jafnmikið. Ég býst við að það sé sem stendur eðlilegt að skipta þróun Halldórs Kiljans Laxness sem skáldsagnahöf- undar, — ef æskuverk eru undan tek- in, — í tvö tímabil: 1930—1940 og 1940 til þessa dags. A fyrra tímabil- inu semur hann þrjú stór verk. Enda þótt bilið milli þeirra sé mikið þá er augljóst að samanborið við seinna tímabilið er um að ræða frekar hæg- fara þróun, Sjálfstœtt fólk sprettur með nokkrum hætti út úr Sölku Völku og Heirnsljós út úr Sjálfstœðu fólki. Á því tímabili eru breytingarnar ekki stökkbreytingar, ef svo má segja, eins og þær eru á síðara tímabilinu. Hér er ekki staður til að taka til at- hugunar þau höfuðþáttaskil í verki Halldórs Kiljans Laxness sem verða um 1940, á milli Fegurðar himinsins og Islandsklukkunnar, þær ytri og innri orsakir sem lil þeirra hafa legið og þann harða listamannsaga sem þau bera vott um. Ég vil aðeins í þessu sambandi leggja áherzlu á eitt: Halldór virðist í upphafi hafa haft mikla tilhneigingu til að skrifa marg- orðan stíl. Sem ungur rithöfundur virðist hann hafa haft ótakmarkað ímyndunarafl; honum hefur verið erfiðara að veita þessum stranga hug- 150

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.