Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Blaðsíða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Blaðsíða 48
SIGFÚS DAÐASON Athugasemdir um Brekkukotsannál 1. Brekkukotsannáll og önnur verk Halldórs Kiljans Laxness AÐ er nú löngu oröin slitin setn- ing að Halldór Kiljan Laxness komi lesendum „alltaf jafnmikið á óvart“ með hverri nýrri bók, svo slit- in að mörgum mun jafnvel hætt að vera ljóst hve sá síbreytileiki er þýð- ingarmikið einkenni á rithöfundar- ferli hans, og jafnframt hve Halldór er sérstakur, mér liggur við að segja einstakur, einmitt að þessu leyti. í bili man ég ekki eftir neinum öðrum höfundi sem hafi þetta einkenni í svo ríkum mæli; það þyrfti helzt að leita til málaralistarinnar til að finna hlið- stæðu; sú hliðstæða er Picasso. Eigi að síður væri ef til vill ástæða til að líta nánar á þessa ágætu setningu, og leitast við að draga eitthvað úr algildi hennar: það kynni þá að koma í ljós að hver ný bók eftir Halldór hefur að vísu alltaf komið lesendum á óvart, en ekki alltaf jafnmikið. Ég býst við að það sé sem stendur eðlilegt að skipta þróun Halldórs Kiljans Laxness sem skáldsagnahöf- undar, — ef æskuverk eru undan tek- in, — í tvö tímabil: 1930—1940 og 1940 til þessa dags. A fyrra tímabil- inu semur hann þrjú stór verk. Enda þótt bilið milli þeirra sé mikið þá er augljóst að samanborið við seinna tímabilið er um að ræða frekar hæg- fara þróun, Sjálfstœtt fólk sprettur með nokkrum hætti út úr Sölku Völku og Heirnsljós út úr Sjálfstœðu fólki. Á því tímabili eru breytingarnar ekki stökkbreytingar, ef svo má segja, eins og þær eru á síðara tímabilinu. Hér er ekki staður til að taka til at- hugunar þau höfuðþáttaskil í verki Halldórs Kiljans Laxness sem verða um 1940, á milli Fegurðar himinsins og Islandsklukkunnar, þær ytri og innri orsakir sem lil þeirra hafa legið og þann harða listamannsaga sem þau bera vott um. Ég vil aðeins í þessu sambandi leggja áherzlu á eitt: Halldór virðist í upphafi hafa haft mikla tilhneigingu til að skrifa marg- orðan stíl. Sem ungur rithöfundur virðist hann hafa haft ótakmarkað ímyndunarafl; honum hefur verið erfiðara að veita þessum stranga hug- 150
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.