Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Blaðsíða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Blaðsíða 50
TIMARIT MALS OG MENNINGAR merkingu kallazt skáldsögur. A la recherche du Temps perdu, Les Faux- Monnayeurs, Ulysses, Joseph und seine Briider: allar þessar bækur eru áfangar á leið skáldsögunnar burt frá sjálfri sér. Reyndar skulum við ekki segja að þetta fyrirbæri sé með öllu óþekkt áður: þegar á 18. öld sjáum við að þær skáldsögur hafa mest gildi sem brjóta í bág við hina hefðbundnu skoðun manna um hvernig skáldsögur ættu að vera. Og hvað þá um 19. öld. Bókmenntaform lifir svo lengi sem það er ekki heilagt lögmál í augum höfunda. Raunar hefur þessi þróun haft ákveðna stefnu: hún hefur mið- að að sem nákvæmastri rannsókn á sálarlífi, með þeim afleiðingum að hinir ytri atburðir hafa misst gildi sitt í skáldsögunni. En á síðustu ára- tugum hefur um leið mátt greina aðra tilhneigingu í skáldsagnaritun, að nokkru leyti í andstöðu við þessa: það er tilhneigingin til að gera skáld- söguna að epík. Sú tilhneiging er ákaflega eðlileg, þegar þess er gætt að epísk ljóð eru nú ekki lengur til. Ljóð- skáld nú á tímum virðast öll, hvort sem þau vilja eða ekki, knýjast til að fórna anda hins langorða flaumstyrka söguljóðs á altari þeirrar hnitmiðun- ar sem skáldskapurinn hefur stefnt að síðustu 100 árin. Þetta er svo óhjá- kvæmilegt að jafnvel þó skáld taki sér fyrir hendur að yrkja langan bálk sögulegs efnis, eins og Neruda, þá verður ekki úr því epík heldur sam- safn tiltölulega stuttra samþjappaðra ljóða. Einhverjir hafa kallað Canto general endurfæðingu epísks skáld- skapar og líkt Neruda við Virgil; það virðist mér nokkur misskilningur, í mesta lagi væri hægt að líkja Neruda við þann Virgil sem orti Bucolica í anda alexandrínsks skáldskapar, og Georgica... Hin epíska stefna í skáldsögunni verður t. d. mjög áberandi hjá Thom- asi Mann í Jósefssögunum og er þar í nánum tengslum við goðsögn, mythu, en einmitt sú sameining virðist mér vera einkennandi fyrir þessa viðleitni. Manninum er lýst sem manngerð, hann er ekki lengur meira eða minna rótlaus einstaklingur, líf hans er upp- fylling örlaganna; persónurnar í Jósefssögunum líta á sig sem leikend- ur í hlutverki sem er að vísu ekki skráð í föstu formi eins og hlutverk í leikhúsi nútímans, heldur aðeins mót- að í höfuðdráttum líkt og hlutverkin í commedia dell’arte. Nú er ég að vísu, þrátt fyrir það sem að framan er sagt, á þeirri skoð- un að skáldsagan sé frá upphafi grein af hinni epísku erfð, og ég álít einnig að enginn sæmilegur skáldsagnahöf- undur geti orðið til nema honum sé hinn epíski andi í brjóst lagður. En skáldsagan hefur stundum verið kom- in mjög langt frá hinni epísku hefð, svo var t. d. um ævintýra- og ástasög- ur 17. aldar, og á þessari öld hafa sundurgreiningin og sálarrannsóknin 152
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.