Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Síða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Síða 54
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hugsa: Nú svona er þá líka hægt að skrifa á íslenzku! Má vera aS sú hugs- un beri vott um nokkra ósanngirni gagnvart þeim fáu sem hefur tekizt sú þrekraun áður, en mönnum hættir alltaf til slíkrar ósanngirni þegar þeir sjá eitthvað ágætlega af hendi leyst. Skáldsaga í minningaformi, segj- um við þá, rituð í „lágum“ stíl. En þar með er sagan ekki öll sögð. Við lesum tvær fyrstu síður bókarinnar. Og þar stendur þá: Nema þessi Jcona er ég nú nejndi til sögu, hún gerir sér lítið fyrir og verð- ur léttari á meðan hún stendur við þar í Brekkukoti að bíða eftir skipi. Og þessi kona, þegar hún hefur alið barn sitt, þá verður henni litið á sveininn og segir hún þá svo: Þessi. dreingur skal heita Álfur. Síðan skildi konan mig eftir nakinn, með þetta einkennilega nafn (...) Er nú Jzona þessi úr sögunni. Við sjáum þá að þegar á annarri síðu bókarinnar koma fyrir nokkrar setningar sem eru nær því að heyra til epískum stíl heldur en hinum „lága“ stíl minningaformsins. í þessu falli er stíllinn þó frekar stíll þjóðsögunnar heldur en hetjusögunnar. En nokkr- um síðum aftar stendur, í miðri frá- sögninni um hrokkelsaveiðar Björns „afa míns“: „Þá er talið vor á Suður- nesjum þegar rauðmagi fer að glæð- ast og skín á barklituð segl frans- manna útá flóa“. Og á bls. 45 stendur þessi epíski formáli: „Þar verður sá bær sem heitið hefur í Hvammskoti“. Þannig komumst við að raun um að stíll BrekkuJcotsannáls er ekki heil- steyptur; hinn lági stíll yfirgnæfir að vísu, en víða, sérstaklega í fyrri hluta bókarinnar, er hann rofinn af þessum innskotum epísks stíls, sem eru þó oft- ast nær örstutt. — Einkennileg brota- löm? 4. HjarðljóSið simgið af hetjutenór Einkennileg brotalöm? spyrjum við. — Við munum nú sjá að eitthvað svipað kann að verða uppi á teningn- um þegar vikur að byggingu sögunn- ar. Halldór Kiljan Laxness hefur sjálfur látið svo ummælt að Brekku- kotsannáll sé einskonar „pastoral- symfónía“. Það kemur heim við það sem áður er sagt um hinn „lága“ stíl og um minningaformið. En hann er ekki aðeins minningaverk og ekki að- eins pastoralsymfónía. „Hjarðljóðið súngið af hetju- tenór,“ segir Garðar Hólm á einum stað um söng sinn; ég hef mikla löng- un til að sjá í þeirri setningu ábend- ingu um Brekkukotsannál sjálfan: ef við snúum henni við þá held ég við höfum fundið nokkuð rétta skilgrein- ingu á bókinni: Hetjukviða fœrð í búning hjarðljóðs. Nýjung listaverksins felst í þessu. 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.