Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Side 57

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Side 57
ATHUGASEMDIR UM BREKKUKOTSANNÁL stílblöndunin á rætur sínar í sjálfu eðli verksins. Auðvitað er þeirri stíl- blöndun ekki þann veg háttað að hinn „lági“ stíll sé hafður á minningaköfl- unum og hinn epíski stíll á ..harmsög- unni“. Það hefði orðið ljóta barokk- hrákasmíðin. Innskot hins epíska stíls eru flest örstutt, sagði ég áðan, og flest í fyrsta hluta bókarinnar. Það má segja að þau gegni hlutverki nokkurskonar fyrirboða: þegar við rekumst á þau bregður okkur við; það er eins og sagt sé við okkur: lát- ið ekki blekkjast af þessu kyrra yfir- borði, því annað býr undir. Bókin er allt út í gegn full af þess- um mishljómi, þessum skuggaleik örlagalausrar hamingju og harmleiks, sem er ekki aðeins harmleikur eins manns eins og síðar mun vikið að. Eins og ég sagði áðan, þennan mis- hljóm geta menn fælzt, á sama hátt og menn geta fælzt mishljóma nútíma tónlistar, en hann er fegurð okkar tíma. „Okkar tími, okkar líf — það er okkar fegurð,“ segir organistinn í AtómstöðinnL Slíkur mishljómur gef- ur listaverkinu alltaf, að minnsta kosti í ákveðnum skilningi, útlit hins ófull- gerða, ekki skal því neitað; eigi að síður vil ég halda því fram að Halldór Kiljan Laxness hafi ekki annars stað- ar sýnt meiri hugvitssemi í samsetn- ingu bókar en í Brekkukotsannál. I Minnisgreinum um fornsögur, sem maður hlýtur alltaf að leita til, ekki til að skilja betur fornsögur heldur höfundskap Halldórs sjálfs, er gerð grein fyrir hinni kontrapúnkt- ísku aðferð íslendingasagna (og bret- ónska rómansins) á þessa leið: .. . frásögninni er slitið þar sem for- vitni áheyrandans er mest, og farið útí aðra sálma meðan þáttaskil eru undirbúin. Aðferðin (...) er sál- frœðilega rétt að því leyti sem hún hefur tilœtlaða verkan á áheyrand- ann, höfundurinn þarf að tefja, og innskotið blekkir tímaskyn þess sem hlustar, en leingd er eitt hið sterkasta áhrifsbragð sögu. (Sjálfsagðir hlutir, bls. 52.) Ég skal ekki dylja þess að mér hef- ur stundum fundizt Halldór beita þessu áhrifsbragði of óvarlega. Það liggur í augum uppi að innskotskafl- arnir þjóna því aðeins því listræna takmarki sem þeim er sett að þeir hafi einhverjar hliðar sameiginlegar við aðalbyggingu sögunnar, að óskyld- leiki þeirra við söguna í heild sé sem sagt aðeins á ytraborðinu. í öðru lagi mega persónur þær sem birtast í inn- skotsköflunum ekki verða svo fyrir- ferðarmiklar að þær ýti aðalpersón- ununi út úr sögunni. Mér virðist að Halldóri hafi ekki alveg tekizt að sigla framhjá þessum skerjum í Gerplu. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er hernaðarsaga Ólafs digra ekki nógu mikilvæg þeirri sögu til þess að taka svo mikið rúm. Og böndin sem 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.