Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Blaðsíða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Blaðsíða 66
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR undarlega árátta okkar að blása upp aukaatriði, gera sem mest veður út af og velta sem samvizkusamlegast fyrir okkur því sem er öldungis þýðingar- laust, enda þótt hin raunverulegu stór- mál veki ekki nema miðlungsathygli og sé flaustrað af í flýti, vegna tíma- leysis. Ég vil geta hér um eitt nýlegt dæmi þessarar áráttu, til samanburð- ar við Rakarafrumvarpið: fyrir um það bil ári stóðu í ýmsum íslenzkum blöðum illvígar deilur, mánuðum saman, sem fjöldi andans manna tók þátt í; og um hvað skyldu þær hafa fjallað? — Um kápu ritlings eins sem hafði verið gefinn út þá fyrir skömmu. Ut af fyrir sig er því kaflinn um Rakarafrumvarpið hinn merkasti, en hann er líka þýðingarmikill fyrir sögu Alfgríms. Hann verður Alfgrími lexía um margbreytileik og afstæði hluta og hugtaka. Sú lexía verður til þess að hann gefur upp hinar algeru hugsýnir, hina einu ást, hina „óhold- teknu konu“: hún verður vígsla Álf- gríms til lífs veruleikans. Hitt er at- hyglisvert hvað tilefni þessarar vígslu er lítilmótlegt: stjórnmálafundurinn um Rakarafrumvarpið. En það er ein- mitt í samræmi við alla aðferð þessar- ar bókar að tengja hið lága hinu háa, að sýna allt í speglunum og endur- speglunum andstæðna. í mínum augum getur varla fegurri mannshugsjón en hinn umburðar- lynda mann, og eftirlitsmaðurinn í Brekkukotsannál er vissulega einhver hugþekkasta persóna sem Halldór Kiljan Laxness hefur skapað. Það þarf reyndar litla skarpskyggni til að sjá að hann er skyldur organistanum í Atórnstöðinni; því Halldór hefur áður látið heillast af þessari mann- gerð; Temúdjín snýr heim, sem sam- in er 1941, má líka telja sögu um umburðarlyndið, um andstæðurnar sem koma til móts hvor við aðra. En þó ég vilji ekki fara langt út í sálma sem ég kann illa, get ég ekki látið hjá líða að víkja nokkrum orðum að heimspekilegri merkingu þess um- burðarlyndisboðskapar sem Brekku- kotsannáll flytur að mínu viti. Síðan á 17. öld að minnsta kosti er hægt að skoða sögu evrópskrar heim- speki í Ijósi andstæðunnar milli þeirra er líta á heiminn sem einingu er hægt sé að útskýra eftir rökum skynsem- innar og hinna sem leggja mesta áherzlu á fjölbreytileika veruleikans, einstaklinga, þjóða, siða, trúar- bragða, og draga stórum í efa að heimurinn verði beittur neinni alls- herjarskýringu. Agnosticismus er rót- tækasta form þessarar skoðunar, ég ætla að nota hér orðið pyrrhonismi* um þessa heimspekilegu tilhneigingu yfirleitt. Nú mega menn ekki álíta að ég ætli að halda því fram að Halldór Kiljan Laxness hafi með Brekkukots- annál skrifað „heimspekilega skáld- * í víðri merkingu, eins og það hefur oft verið notað. 168 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.