Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Page 25

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Page 25
BOKMENNTIR I BLINDGOTU höfunda eðlilega að verða nokkuð blóðlausar, eins og Arthur Koestler (sem talar af biturri reynslu) bendir réttilega á. Enda tala bókmennta- dæmin hér að framan skýru máli um það: „Feigðarspár, upplausn og öng- þveiti, ótti og einmanaleiki ... en jafnframt þrá hins einmana manns eftir samneyti við aðra.“ Um þetta efni hafa bókmenntir eftirstríðsár- anna fjallað svo að ekki verður um villzt. Og það mætti vissulega verða vestrænum stjórnmálamönnuin (engu síður en rithöfundum) íhugunarefni, hvaða ástæður geti til þess legið, að á sama tíma og hundrað-milljóna- þjóðir sameinast í eldmóði að einu voldugu átaki (Sovétríkin, Kína) skuli vestræn ríki vera klofin niður í rótlausa einstaklinga, eins og bók- menntirnar gefa svo raunsanna mvnd af. VI Annarsvegar kommúnisminn — hinsvegar kapítalisminn, það er sú blindgata sem vestrænir rithöfundar hafa verið staddir í nú um skeið. Þeir afneita kommúnismanum af ótta við andlega frelsisskerðingu (af ótta við að þeir megi ekki halda áfram að hugsa eins og borgarar og ,,einstaklingshyggjumenn“), en þeir afneita sömuleiðis flestir kapítalism- anum í raun (hvað sem varirnar segja), af því einstaklingshyggja hans getur ekki samrýmzt siðgæðishug- sjónum þeirra. í sannleika er vitund- arlíf þeirra klofið um þvert, á sama hátt og jarðkringlan er það í póli- tískum og menningarlegum skilningi. Spurning Hamlets hlýtur að eiga brýnt erindi við þá: að vera eða vera ekki. Þeir eru á mörkum tveggja ver- alda, lifa á tímamótum sögunnar, og vita í rauninni hvorki í „þennan heim né annan“. Þeir eru staddir í blind- götu. Því ef þeir afneita mannúðarleysi kommúnismans hljóta þeir einnig að afneita mannúðarleysi kapítalismans. Ef þeir minnast réttarmorðanna á Stalínstímabilinu hljóta þeir einnig að vera sér meðvitandi um hin póli- tísku múgmorð (án dóms og laga) í Alsír, á Kýpur, í Kenýa. Ef þeir minn- ast íhlutunar Rauða hersins í Ung- verjalandi hljóta þeir einnig að minn- ast íhlutunar Breta, Frakka og Banda- ríkjamanna í rússnesku byltingunni 1917 og fram til 1923; og raunar frarn til okkar tíma. Ef talið berst að „leppríkjum Rússa“ hlýtur hugur þeirra einnig að hvarfla að lepp- stjórnum auðvaldsins víðsvegar um heim (Syngman Ree, Sjang Kaj-Sjek, Hussein, íranskeisari, Franco o. fl., að ekki sé minnzt á alla hálfleppana). Slíkar afneitanir leiða í sjálfu sér ekki til neins. Fyrr eða síðar verða rithöfundarnir að taka skelegga af- stöðu með eða móti félagslegri þróun. En eins og nú er háttað standa þeir í blindgötu meðal annarra ráðvilltra 15

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.