Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Qupperneq 25

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Qupperneq 25
BOKMENNTIR I BLINDGOTU höfunda eðlilega að verða nokkuð blóðlausar, eins og Arthur Koestler (sem talar af biturri reynslu) bendir réttilega á. Enda tala bókmennta- dæmin hér að framan skýru máli um það: „Feigðarspár, upplausn og öng- þveiti, ótti og einmanaleiki ... en jafnframt þrá hins einmana manns eftir samneyti við aðra.“ Um þetta efni hafa bókmenntir eftirstríðsár- anna fjallað svo að ekki verður um villzt. Og það mætti vissulega verða vestrænum stjórnmálamönnuin (engu síður en rithöfundum) íhugunarefni, hvaða ástæður geti til þess legið, að á sama tíma og hundrað-milljóna- þjóðir sameinast í eldmóði að einu voldugu átaki (Sovétríkin, Kína) skuli vestræn ríki vera klofin niður í rótlausa einstaklinga, eins og bók- menntirnar gefa svo raunsanna mvnd af. VI Annarsvegar kommúnisminn — hinsvegar kapítalisminn, það er sú blindgata sem vestrænir rithöfundar hafa verið staddir í nú um skeið. Þeir afneita kommúnismanum af ótta við andlega frelsisskerðingu (af ótta við að þeir megi ekki halda áfram að hugsa eins og borgarar og ,,einstaklingshyggjumenn“), en þeir afneita sömuleiðis flestir kapítalism- anum í raun (hvað sem varirnar segja), af því einstaklingshyggja hans getur ekki samrýmzt siðgæðishug- sjónum þeirra. í sannleika er vitund- arlíf þeirra klofið um þvert, á sama hátt og jarðkringlan er það í póli- tískum og menningarlegum skilningi. Spurning Hamlets hlýtur að eiga brýnt erindi við þá: að vera eða vera ekki. Þeir eru á mörkum tveggja ver- alda, lifa á tímamótum sögunnar, og vita í rauninni hvorki í „þennan heim né annan“. Þeir eru staddir í blind- götu. Því ef þeir afneita mannúðarleysi kommúnismans hljóta þeir einnig að afneita mannúðarleysi kapítalismans. Ef þeir minnast réttarmorðanna á Stalínstímabilinu hljóta þeir einnig að vera sér meðvitandi um hin póli- tísku múgmorð (án dóms og laga) í Alsír, á Kýpur, í Kenýa. Ef þeir minn- ast íhlutunar Rauða hersins í Ung- verjalandi hljóta þeir einnig að minn- ast íhlutunar Breta, Frakka og Banda- ríkjamanna í rússnesku byltingunni 1917 og fram til 1923; og raunar frarn til okkar tíma. Ef talið berst að „leppríkjum Rússa“ hlýtur hugur þeirra einnig að hvarfla að lepp- stjórnum auðvaldsins víðsvegar um heim (Syngman Ree, Sjang Kaj-Sjek, Hussein, íranskeisari, Franco o. fl., að ekki sé minnzt á alla hálfleppana). Slíkar afneitanir leiða í sjálfu sér ekki til neins. Fyrr eða síðar verða rithöfundarnir að taka skelegga af- stöðu með eða móti félagslegri þróun. En eins og nú er háttað standa þeir í blindgötu meðal annarra ráðvilltra 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.