Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Page 71

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Page 71
UM NOKKOR BRÉF MATTHÍASAR JOCHUMSSONAR styrkja Brandes í trúnni á mannkyn- ið. Þeir voru nú báðir orðnir aldrað- ir menn. Brandes orðinn bitur í skapi, haldinn djúpri mannfyrirlitningu, sem hann hafði ræktað á langri ævi. Heimsstyrjöldin var voðalegasta áfall, sem lífshugsjónir beggja þessara manna höfðu beðið. En íslenzka sálmaskáldið lýkur bréfi sínu til hins gamla guðleysingja með þessum orð- um: „Hlýðið svo að lokum á trúar- játning mína: Við stöndum á rústum genginnar aldar, ný öld miklu auð- ugri og fegurri er að rísa úr sæ. Vera má að þér eigið eftir að líta árroð- ann, mér auðnast það ekki. En eg segi nú samt með honum Heine bless- uðum: „Wir werden unsre Seehunde wieder sehen“! Trúin á manninn stóð jafn djúp- um rótum í séra Matthíasi og guðs- trúin og hann stingur vart niður penna, að hann boði ekki vinum sín- um þessa trúarvissu. Hinn 6. desem- ber 1914 skrifar hann Hannesi Haf- stein þessi orð: „Jú, mér finnst mig óra fyrir langri friðar og yndis tíð eftir ósköpin og óskapnaðinn — því hlýrri og bjartari daga unaðar og samúðar, sem þessi fimbulvetur var meira harður og í hel nístandi.“ Séra Valdimar Briem vin sinn huggar hann 1917 með þessum orðum: „Og sú er mín trú — nú við ævilokin — að býsna margt hafi þurft til batnað- ar. Og að nú komi betri dagar og merkilegri saga, en menn dreymir nú.“ Að ævilokum stóð Matthías Joc- humsson jafn keipréttur og þá er hann orti forðum: Sjáðu, þótt buni blóð, blæðandi þjóðaræð, gróðann á lífsins leið, ljómandi manna-blóm. 61

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.