Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Side 13

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Side 13
JON GUÐNASON Dagrenning í rómönsku Ameríku AÐ var hugsjón Símons Bólívars, frelsisgjafans, að hinar spænsku nýlendur sameinuðust í eitt ríki að fengnu sjálfstæði. A forsetaárum sín- um varð hann fyrir miklum mótþróa, og var hver höndin upp á móti ann- arri, svo að honum varð þá ljóst, að þessi framtíðarsýn hans var algerlega byggð á sandi. Síðustu æviárin gerð- ist hann því svartsýnn og bitur í skapi, enda lét hann svo um mælt skömmu fyrir andlát sitt: „Þrír mestu afglapar sögunnar hafa verið Jesús Kristur, Don Quixote — og ég.“ Hin nýju ríki fengu þann arf í vega- nesti, sem æ síðan hefur verið þeim slíkur fjötur um fót, að þau teljast enn til mestu fátæktarsvæða jarðarinnar og til hálfnýlendna, þótt liðið sé nú nokkuð á aðra öld, síðan þau hlutu sjálfstæði. Hinar erfiðu og jafnvel ókleifu torfærur, sem þessi ríki hafa átt við að glíma, hafa verið af marg- víslegum toga, hagrænum, pólitískum, þjóðernislegum, trúarlegum og land- fræðilegum, en mestu hafa þó valdið hinir hagrænu og pólitísku hnútar. Þegar höggvið var á hin erlendu bönd í frelsistríðinu, var ekkert afl til, sem gat haldið rómönsku Ameríku saman og komið í stað hins spænska kon- ungsvalds. Lýðveldin áttu litla sam- leið, atvinnuvegir þeirra ófust lítt saman, svo að veikir þræðir voru á milli þeirra, aðrir en menningarlegir og þjóðernislegir. Vegna víðlendis og fámennis þessa heimshluta bar jafnvel á því, að sveitir og héruð innan ein- stakra ríkja fóru sínar eigin götur og hefur því mjög borið á sveitardrætti í þessum löndum. Úr þessu tók nokkuð að rætast, er halla tók á 19. öldina og útflutningur fór vaxandi, en þá voru gerðar sam- göngubætur, sem tengdu sveitirnar saman. Járnbrautir og vegir, sem lagðir voru, lágu til strandar, svo að auðveldara var að komast til fjar- lægra landa handan hafs en til grann- landanna. Þegar rómanska Ameríka komst inn í heimsverzlunina með af- urðir sínar, fjörgaðist atvinnulífið og upp reis verzlun og nokkur iðnaður, og námugröftur jókst að mun. Brasi- lía flutti út kaffi, sykur, baðmull og tóbak, Chile saltpétur og kopar, Ar- 91

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.