Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Síða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Síða 13
JON GUÐNASON Dagrenning í rómönsku Ameríku AÐ var hugsjón Símons Bólívars, frelsisgjafans, að hinar spænsku nýlendur sameinuðust í eitt ríki að fengnu sjálfstæði. A forsetaárum sín- um varð hann fyrir miklum mótþróa, og var hver höndin upp á móti ann- arri, svo að honum varð þá ljóst, að þessi framtíðarsýn hans var algerlega byggð á sandi. Síðustu æviárin gerð- ist hann því svartsýnn og bitur í skapi, enda lét hann svo um mælt skömmu fyrir andlát sitt: „Þrír mestu afglapar sögunnar hafa verið Jesús Kristur, Don Quixote — og ég.“ Hin nýju ríki fengu þann arf í vega- nesti, sem æ síðan hefur verið þeim slíkur fjötur um fót, að þau teljast enn til mestu fátæktarsvæða jarðarinnar og til hálfnýlendna, þótt liðið sé nú nokkuð á aðra öld, síðan þau hlutu sjálfstæði. Hinar erfiðu og jafnvel ókleifu torfærur, sem þessi ríki hafa átt við að glíma, hafa verið af marg- víslegum toga, hagrænum, pólitískum, þjóðernislegum, trúarlegum og land- fræðilegum, en mestu hafa þó valdið hinir hagrænu og pólitísku hnútar. Þegar höggvið var á hin erlendu bönd í frelsistríðinu, var ekkert afl til, sem gat haldið rómönsku Ameríku saman og komið í stað hins spænska kon- ungsvalds. Lýðveldin áttu litla sam- leið, atvinnuvegir þeirra ófust lítt saman, svo að veikir þræðir voru á milli þeirra, aðrir en menningarlegir og þjóðernislegir. Vegna víðlendis og fámennis þessa heimshluta bar jafnvel á því, að sveitir og héruð innan ein- stakra ríkja fóru sínar eigin götur og hefur því mjög borið á sveitardrætti í þessum löndum. Úr þessu tók nokkuð að rætast, er halla tók á 19. öldina og útflutningur fór vaxandi, en þá voru gerðar sam- göngubætur, sem tengdu sveitirnar saman. Járnbrautir og vegir, sem lagðir voru, lágu til strandar, svo að auðveldara var að komast til fjar- lægra landa handan hafs en til grann- landanna. Þegar rómanska Ameríka komst inn í heimsverzlunina með af- urðir sínar, fjörgaðist atvinnulífið og upp reis verzlun og nokkur iðnaður, og námugröftur jókst að mun. Brasi- lía flutti út kaffi, sykur, baðmull og tóbak, Chile saltpétur og kopar, Ar- 91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.