Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Page 17

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Page 17
DAGRENNING í RÓMÖNSKU AMERÍKU ingur, French að nafni, telur að síð- ustu fjóra áratugina hafi erlend auS- félög dregið til sín 4.90 dali fyrir hvern einn, sem þau hafi lagt í fjár- festingu í Argentínu. Hin miklu ítök og vald erlendra auðfélaga hefur haft mikil áhrif á þróun efnahagsmála og stjórnmála. Atvinnulíf rómönsku Ameríku hefur verið sveigt að geðþótta erlendra að- ila, en þeir hafa staðið í vegi fyrir al- hliða iðnvæðingu þessara landa, svo að hið einhæfa atvinnulíf þeirra, sem krefst mikils útflutnings, gerir þau mjög háð hinum erlendu auðfélögum. ÁriS 1938 var kaffi 87% af útflutn- ingi E1 Salvador, 61% Gvatemala og 45% Brasilíu, bananar voru 74% af útflutningi Panama. Hlutverk róm- önsku Ameríku í heimsbúskapnum er hráefnaframleiðsla, en hún getur ekki lyft þessum þjóðum úr örbirgðinni, nýting hráefnanna og fullvinnsla get- ur ein skapað þeim auð og hagsæld. Einhæfni atvinnuveganna veldur því einnig, að þau verða að kaupa nær allan iðnvarning frá öðrum löndum, en þau kaup segja til sín í fjárhirzlum þeirra. AS vísu hefur risið upp nokk- ur iðnaður, einkum á heimsstyrjald- arárunum, og þá sérstaklega í Mexí- kó, Argentínu, Chile og Brasilíu, en sá iðnaður fullnægir hvergi þörfum, og hann hefur átt erfitt uppdráttar vegna samkeppni við erlendan iðnvarning og vegna þess að stór hluti hinna róm- önsku þjóða lifir á slíku láglaunastigi, að hann hefur lítil tök á að kaupa full- unnar vörur. Gífurleg fjárfesting Bandaríkja- manna hefur valdið því, að þeir hafa átt mikilla hagsmuna að gæta í öllum löndum rómönsku Ameríku, og af þeim ástæðum hafa þeir haft þar nef- ið í hvers manns koppi og ekki aðeins haft hönd í bagga með atvinnulífinu, heldur einnig með stjórnmálum. Þeir hafa talið hlut sínum borgnara með því að styðja og styrkja yfirstéttirn- ar, stórjarðeigendur og þarlenda kapítalista, sem hafa gerzt aðilar að starfsemi erlendra auðfélaga. Banda- ríkjamenn hafa beitt öllum tiltækum ráðum allt frá fortölum til vopna- valds, er þeir töldu hagsmunum sínum í einhverju ógnað. Þeir hafa ekki víl- að fyrir sér að steypa ríkisstjórnum úr valdasessi; og hefur helzta ráðið verið að efla einhverja vikapilta til valda. ÁriS 1954 kostuðu þeir mála- lið, sem hratt frá völdum hinni borg- aralegu og frjálslyndu stjórn Jacobo Arbenz í Gvatemala. Frjálslyndari hluti bandarískrar borgarastéttar studdi Franklín D. Roosevelt til forseta á kreppuárunum. Forsetanum var það fullljóst, að stefna landa hans í rómönsku Amer- íku hafði skapað landlæga andúð á Bandaríkjamönnum. Hann ákvað aS bæta þar um og var sízt vanþörf á, því að kreppan hafði leikið rómönsku Ameríku grálega og Japanar og Þjóð- verjar voru teknir að leita þar eftir 95

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.