Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Síða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Síða 17
DAGRENNING í RÓMÖNSKU AMERÍKU ingur, French að nafni, telur að síð- ustu fjóra áratugina hafi erlend auS- félög dregið til sín 4.90 dali fyrir hvern einn, sem þau hafi lagt í fjár- festingu í Argentínu. Hin miklu ítök og vald erlendra auðfélaga hefur haft mikil áhrif á þróun efnahagsmála og stjórnmála. Atvinnulíf rómönsku Ameríku hefur verið sveigt að geðþótta erlendra að- ila, en þeir hafa staðið í vegi fyrir al- hliða iðnvæðingu þessara landa, svo að hið einhæfa atvinnulíf þeirra, sem krefst mikils útflutnings, gerir þau mjög háð hinum erlendu auðfélögum. ÁriS 1938 var kaffi 87% af útflutn- ingi E1 Salvador, 61% Gvatemala og 45% Brasilíu, bananar voru 74% af útflutningi Panama. Hlutverk róm- önsku Ameríku í heimsbúskapnum er hráefnaframleiðsla, en hún getur ekki lyft þessum þjóðum úr örbirgðinni, nýting hráefnanna og fullvinnsla get- ur ein skapað þeim auð og hagsæld. Einhæfni atvinnuveganna veldur því einnig, að þau verða að kaupa nær allan iðnvarning frá öðrum löndum, en þau kaup segja til sín í fjárhirzlum þeirra. AS vísu hefur risið upp nokk- ur iðnaður, einkum á heimsstyrjald- arárunum, og þá sérstaklega í Mexí- kó, Argentínu, Chile og Brasilíu, en sá iðnaður fullnægir hvergi þörfum, og hann hefur átt erfitt uppdráttar vegna samkeppni við erlendan iðnvarning og vegna þess að stór hluti hinna róm- önsku þjóða lifir á slíku láglaunastigi, að hann hefur lítil tök á að kaupa full- unnar vörur. Gífurleg fjárfesting Bandaríkja- manna hefur valdið því, að þeir hafa átt mikilla hagsmuna að gæta í öllum löndum rómönsku Ameríku, og af þeim ástæðum hafa þeir haft þar nef- ið í hvers manns koppi og ekki aðeins haft hönd í bagga með atvinnulífinu, heldur einnig með stjórnmálum. Þeir hafa talið hlut sínum borgnara með því að styðja og styrkja yfirstéttirn- ar, stórjarðeigendur og þarlenda kapítalista, sem hafa gerzt aðilar að starfsemi erlendra auðfélaga. Banda- ríkjamenn hafa beitt öllum tiltækum ráðum allt frá fortölum til vopna- valds, er þeir töldu hagsmunum sínum í einhverju ógnað. Þeir hafa ekki víl- að fyrir sér að steypa ríkisstjórnum úr valdasessi; og hefur helzta ráðið verið að efla einhverja vikapilta til valda. ÁriS 1954 kostuðu þeir mála- lið, sem hratt frá völdum hinni borg- aralegu og frjálslyndu stjórn Jacobo Arbenz í Gvatemala. Frjálslyndari hluti bandarískrar borgarastéttar studdi Franklín D. Roosevelt til forseta á kreppuárunum. Forsetanum var það fullljóst, að stefna landa hans í rómönsku Amer- íku hafði skapað landlæga andúð á Bandaríkjamönnum. Hann ákvað aS bæta þar um og var sízt vanþörf á, því að kreppan hafði leikið rómönsku Ameríku grálega og Japanar og Þjóð- verjar voru teknir að leita þar eftir 95
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.