Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Page 35

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Page 35
SAGA VESTRÆNNAR ÍHLUTUNAR í KÍNA Þrem vikum eftir að Þjóðverjar undirrituðu leigusamninginn gerði Zar-Rússland svipaðan samning við Kínastjórn — en nú til 25 ára — um herskipalægið Port Arthur og kaup- skipahöfnina Dæren. Fimm dögum síðar hernámu Bret- ar herskipalægið Weihæwei og lýstu því yfir, að þeir myndu ekki láta það af hendi meðan Rússakeisari héldi Port Arthur. Tæpum fjórum mánuðum síðar hernámu Frakkar Kwangsjówan-flóa í Suður-Kína. Stórveldin skiptu bróðurlega með sér „áhrifasvæðunum“ í Kína. Jang- tse-dalurinn heyrði undir Breta. Man- sjúría og Mongólía féllu í hlut Rússa- keisara. Suðvestur-Kína varð sameig- inlegt umdæmi Breta og Frakka. Jap- anar fengu yfirráð yfir Fukien-fylki, og Þjóðverjar Shantung-fylki. Allt gerðist þetta undir yfirskini „laga, réttar og frjálsra viðskipta“. Kosturinn við það að hafa leppstjóm í Kína, í stað þess að beita ofbeldinu grímulausu, var einmitt sá, að með hennar hjálp var hægt að „semja“ til sín landsréttindi án þess að blettur félli á mannorðið. Og ef leppurinn reyndist óþjáll var hægurinn hjá að grímuklæða ofbeldið með „nýjum“ innrásaraðila. Vesturtveldin áttu í orði kveðnu engan hlut að ofbeldinu, þá fremur en nú. Erindi þeirra í Kína var það eitt, að boða Kínverjum fagnaðarer- indi kristindómsins og eiga við þá friðsamleg viðskipti. Þessi skinhelgi málflutningur var ef til vill nauðsynlegur fyrir þegnana heimafyrir — og kannski um leið fyr- ir samvizku þeirra sjálfra. Stjórn- málamenn auðvaldsríkjanna eru und- arlega saman settir. Dollaraheimsveldið kemur til sögunnar Um þessar mundir verða þáttaskil í sögu Bandaríkjanna. Iðnþróunin hafði vaxið mjög hratt þar í landi eft- ir lok borgarastyrjaldarinnar, og bandarískir stóriðjuhöldar og auð- hringar voru farnir að krefjast ný- skiptingar heimsins. 1898 hófu Bandaríkin styrjöld við Spán, undir því yfirskini að „frelsa“ Kúbu. Við sigurinn yfir Spánverjum náðu þau valdi á Filipseyjum, og um svipað leyti tókst bandarískum trúboðum og plantekrueigendum á Hawai-eyjum að koma Hawai-eyjum undir bandar- ísk yfirráð. Græðgi hinna nýju heimsvalda- sinna óx við hverja munnfylli. Stjórn- málamenn þeirra töluðu að vísu skor- irorðar um stefnumið Bandaríkjanna en nú tíðkast, en ræður þeirra voru íþættar sömu hræsnisfullu helgislepj- unni og hefur verið rauði þráðurinn í stjómmálaáróðri þeirra til þessa dags. Hér er eitt dæmi, úr ræðu Beveridge öldungardeildarþingmanns frá Indi- ana, frá janúar 1900: tímarit máls oc mennincar 113 8

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.