Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Blaðsíða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Blaðsíða 35
SAGA VESTRÆNNAR ÍHLUTUNAR í KÍNA Þrem vikum eftir að Þjóðverjar undirrituðu leigusamninginn gerði Zar-Rússland svipaðan samning við Kínastjórn — en nú til 25 ára — um herskipalægið Port Arthur og kaup- skipahöfnina Dæren. Fimm dögum síðar hernámu Bret- ar herskipalægið Weihæwei og lýstu því yfir, að þeir myndu ekki láta það af hendi meðan Rússakeisari héldi Port Arthur. Tæpum fjórum mánuðum síðar hernámu Frakkar Kwangsjówan-flóa í Suður-Kína. Stórveldin skiptu bróðurlega með sér „áhrifasvæðunum“ í Kína. Jang- tse-dalurinn heyrði undir Breta. Man- sjúría og Mongólía féllu í hlut Rússa- keisara. Suðvestur-Kína varð sameig- inlegt umdæmi Breta og Frakka. Jap- anar fengu yfirráð yfir Fukien-fylki, og Þjóðverjar Shantung-fylki. Allt gerðist þetta undir yfirskini „laga, réttar og frjálsra viðskipta“. Kosturinn við það að hafa leppstjóm í Kína, í stað þess að beita ofbeldinu grímulausu, var einmitt sá, að með hennar hjálp var hægt að „semja“ til sín landsréttindi án þess að blettur félli á mannorðið. Og ef leppurinn reyndist óþjáll var hægurinn hjá að grímuklæða ofbeldið með „nýjum“ innrásaraðila. Vesturtveldin áttu í orði kveðnu engan hlut að ofbeldinu, þá fremur en nú. Erindi þeirra í Kína var það eitt, að boða Kínverjum fagnaðarer- indi kristindómsins og eiga við þá friðsamleg viðskipti. Þessi skinhelgi málflutningur var ef til vill nauðsynlegur fyrir þegnana heimafyrir — og kannski um leið fyr- ir samvizku þeirra sjálfra. Stjórn- málamenn auðvaldsríkjanna eru und- arlega saman settir. Dollaraheimsveldið kemur til sögunnar Um þessar mundir verða þáttaskil í sögu Bandaríkjanna. Iðnþróunin hafði vaxið mjög hratt þar í landi eft- ir lok borgarastyrjaldarinnar, og bandarískir stóriðjuhöldar og auð- hringar voru farnir að krefjast ný- skiptingar heimsins. 1898 hófu Bandaríkin styrjöld við Spán, undir því yfirskini að „frelsa“ Kúbu. Við sigurinn yfir Spánverjum náðu þau valdi á Filipseyjum, og um svipað leyti tókst bandarískum trúboðum og plantekrueigendum á Hawai-eyjum að koma Hawai-eyjum undir bandar- ísk yfirráð. Græðgi hinna nýju heimsvalda- sinna óx við hverja munnfylli. Stjórn- málamenn þeirra töluðu að vísu skor- irorðar um stefnumið Bandaríkjanna en nú tíðkast, en ræður þeirra voru íþættar sömu hræsnisfullu helgislepj- unni og hefur verið rauði þráðurinn í stjómmálaáróðri þeirra til þessa dags. Hér er eitt dæmi, úr ræðu Beveridge öldungardeildarþingmanns frá Indi- ana, frá janúar 1900: tímarit máls oc mennincar 113 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.