Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Qupperneq 73

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Qupperneq 73
UMSAGNIR UM BÆKUR til, að hann hafi þýtt Ijóð eftir 33 nafnkennd kínversk skáld, þar af eiga 26 aðeins 1 ljóð hver. Mörg þessara skálda eru ekki merkari en svo, að þeirra er ekki getið í hinni yfir- gripsmiklu bókmenntasögu Herberts A. Giles, „A History of Chinese Literature“. Að öllu athuguðu virðist val Helga vera í nieira lagi tilviljunarkennt. Um trúverðugleik þýðinga kínversku ljóðanna er auðvitað erfitt að dæma. Hætt er þó við, að ýmislegt skolist til, þegar ekki er þýtt beint úr frummálinu; skiptir þá mestu, að stuðzt sé við erlendar þýðingar viðurkenndar að vöndugleik. Eitt atriði gæti þó bent til þess, að víða væri nokkuð frjálslega farið með efni þessara ljóða í þýðingum Helga — ég á hér við þá áráttu hans að vilja endilega ríma. Nú er það vissulega rétt, að kínversk ljóð eru venju- lega rímuð á frummálinu, en vegna ýmissa séreinkenna þeirra, s. s. samþjöppunar og einfaldleiks, telja margir erlendir þýðend- ur, að sönnust mynd þeirra fáist einungis, ef ekki er skeytt um rim (sbr. ummæli R. Payne um þýðingar Legges á Sjij Sjing í The White Pony: Method of Translation). Allt um það er margt fagurt að finna i hin- um rímuðu þýðingum Helga. Nægir að benda á kvæði eins og Blómið rauða (Lí Pó), Svefn á víðavangi (Tsaí Kó) og Heim- sókn til vinar í sveit (Meng Haó-Jan). Ber því að virða vel þá viðleitni Helga að færa til íslenzks máls, þótt ekki sé nema örlítið hrot af skáldskap þeirrar þjóðar, sem ort hefur meira en allar aðrar þjóðir heimsins samanlagt. Þýðingar enskra ljóða eru ekki miklar að vöxtum í „Undir haustfjöllum". Hér má þó finna nokkra söngva úr Shakespeare-leik- ritum, m. a. úr „Hamlet“, liðuglega þýdda, jafnvel svo að hinar ruglingslegu Vísur grafarans (Hamlet V, 1) verða helzt til yfir- borðsfelldar. Skemmtilegust er þýðingin á Vetur úr „Love’s Labour’s Lost“: Er grýlukertin glitra um þil, og Gvendur smali blœs í kaun, Jón skýzt með brenni bœjar til, í brúsa er mjólkin klakahraun, menn skjálfa ...: When icicles hang by the wall, And Dick the shepherd blows his nail, And Tom bears logs into the hall, And milk comes frozen home in pail, When blood is nipp’d_____ Tvö kvæði eru hér eftir T. S. Eliot. Hið fyrra, Marina, minnir harla lítið á frum- kvæðið — smekklaust orðaval, frávik í hljómi og hrynjandi ásamt næstum áþreif- anlegum misskilningi á eðli ljóðsins leggst þar á eitt. Dæmi: Þeir sem hvessa tönn hundsins, og merkja Dauði Þeir sem skreyta sig kólíbrí-litum, og merkja Dauði Þeir sem stíja (svo!) sig í velþóknun, og merkja Dauði Þeir sem búa við blóðfuna dýrsins, og merkja Dauði ...: Those who sharpen the tooth of the dog, meaning Death Those who glitter with the glory oj the hummingbird, meaning Death Those who sit in the stye of contentment, meaning Death Those who suffer the ecstasy of the animals, meaning Death ... í einu orði: dauð þýðing. Og þá er það Sjódauði: Death by Water — 151
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.