Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Síða 3

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Síða 3
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR • 22. ÁRG. • OKT. 1961 • 4. HEFTI SKYLDUG VIRÐING VIÐ SKAPENDUR OG UNNENDUR BÓKMENNTA Rœða haldin við opnun Bókabúðar Máls og menningar í nýjum húsakynnum, Laugavegi 18, 5. október 1961. Aþessari stundu get ég ekki bundizt að leiða hugann að bókum. Frægð íslands og íslendinga skin af bókum, af rituðu máli. Frá fornöld og fram á þenna dag lýsir andi bókmennta yfir íslandi, hefur ástundun bóka, virðing fyrir bókum, ást á bókum, verið rauður þráður í sögu Islendinga. Þegar Jón Helgason gengur í Áma- safni á eintal við skrifara fornra bóka, eru ályktunarorðin þau að „fýsnin til fróðleiks og skrifta fannst okkur báðum úr dustinu huganum lyfta.“ Og sannast sagna, engu lofi er of- aukið þegar í hlut eiga bækur Islands. Þær eru arineldur þjóðarinnar, „langra kvelda jóla- eldur", tindrandi himinn yfir kaldri jörð. Sagnvísindin staðfesta að íslendingar hefðu ekki lifað af án ræktar við tungu sína og bókmenntir, að ástundun bóka hélt lifandi þeim neista sem tendraðist í bál í sjálfstæðisbaráttunni. Bækur Islands eru ekki aðeins aringlóð sög- unnar. Þær skipa enn æðri sess. Þær eru sjálf tilverurök þjóðarinnar. Þær standa fyrir aug- liti heimsins óbrotgjarnar eins og landið sjálft, hefur nútímahöfundur sagt á hátíðlegri stund. Og staðreynd er, ekki hugarburður, að bókmenntir íslendinga eru einstæðar í ver- öldinni. Einir sér, afskektir, einskis virtir með þjóðum, varla að nokkur vissi um tilveru þeirra skópu þeir verk sem standa að eilífu og aðrar þjóðir nú líta upp til fullar undrunar. Hverjir skyldu því verðskulda fremur en íslenzkir bókamenn að eiga aðgang að fögrum stað þar sem þeir geta virt fyrir sér bækur og handleikið þær, valið um íslenzka höfunda og gengið í heimsbókmenntirnar og valið úr þeim? Hvar skyldu eiga að vera fegurri bóka- verzlanir en á íslandi? Öðru hverju heyrast raddir um að dagar bókarinnar séu senn taldir, kvikmyndir og út- varp komi í staðinn. Engan veit ég hafa borið til baka slíka firru af öðrum eins styrk og Stefan Zweig: Hversu þröngt séð, hversu skammt hugsað, segir hann. „Því að hvar hefur tæknin nokkru sinni undursamlegu til leiðar komið, er bæri af eða aðeins jafnaðist á við hið þúsund ára gamla undur bókarinnar! Ekkert sprengiefni hefur efnafræðin uppgötvað, sem hefur víðtækari og ægimáttugri verkan, enga járnbenta steinsteypu barið saman, er um varanleik beri af þessum litla prentpappírsböggli. Ennþá hefur enginn rafljósgjafi bor- ið slíka birtu sem þá, er ljómar af mörgu bókarkominu, ennþá hefur tæknin ekki fram- leitt neina orku, er sambærileg sé þeirri, er fyllir sálina við snertingu prentaðs orðs. Bókin, sem sjálf er aldurslaus, óeyðanleg, óumbreytanleg á öllum tímum, samþjappaðasta orka í hinu örsmæsta og brotgjamasta formi, þarf ekkert að óttast tæknina, því hvemig lærist tæknin og endurbætist nema af bókum? Hvarvetna, ekki aðeins í vom eigin lífi, er hókin alfa og ómega allrar þekkingar og upphaf allra vísinda." 241 16
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.