Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Síða 10
EFNAHAGSBANDALAGIÐ
mikla ákvörffunarvald og nýlendurn-
ar vinna frelsi ein af annarri og hafa
áhrif á gang sögunnar af vaxandi
sjálfstrausti og festu. Við þurfum ekki
aff skyggnast langt til þess að gera
okkur grein fyrir því hvílík stökk-
breyting hefur orðiff á fáeinum ára-
tugum, hvernig ríki sem einskis máttu
sín eru orffin áhrifamikil og þegn-
ar sem áffur voru leiksoppar örlag-
anna taka nú ákvarðanir um rás sög-
unnar. Og það eru þessi umskipti,
þessi sívaxandi þátttaka fjöldans í á-
tökunum um heimsmálin, sem veldur
því að við getum verið bjartsýn þrátt
fyrir allt.
Við íslendingar erum ekki frekar
en aðrir áhorfendur að hinum örlaga-
ríku átökum í heiminum, úrslit þeirra
móta framtíð okkar ekki síður en ann-
arra. Því megum við ekki heldur
hegða okkur eins og sauðir sem
leiffa á til slátrunar, heldur verðum
við að leggja fram allt sem við megn-
um til þess að friður haldist í heimin-
um, til þess að þekking og hugvit og
snilli mannsins beinist að jákvæðum
verkefnum en ekki tortímingu, til
þess að reynsla hins rúmhelga dags
skeri úr um það hvaða samfélags-
hættir henta mannkyninu bezt. Það
hefur aldrei verið ljósara en nú að
friðurinn er málstaður okkar og eina
öryggi; það hefur aldrei verið frá-
leitara að við skulum vera aðilar
að hernaðarbandalagi og valdstefnu
og hafa lagt land okkar undir erlenda
dáta sem eiga að beina hættunni hing-
að ef illa fer.
Ég sagði áðan að andstæðurnar í
heimsmálum væru nú hrikalegri og al-
gerari en nokkru sinni fyrr. En einn-
ig í innanlandsmálum okkar speglast
nákvæmlega sömu andstæðurnar. Um
það er spurt hvort við eigum að lifa
hér áfram sem sjálfstætt ríki og
freista þess að sanna að hin minnsta
smáþjóð geti tryggt þegnum sínum
menningu og batnandi lífsskilyrði til
jafns við aðra — eða hvort við eigum
endanlega að gefast upp á sjálfstæði
okkar, láta innlima okkur í nýtt risa-
veldi, samlagast því og glata sérkenn-
um okkar, menningu og tungu á jafn
algeran hátt og ef vetnissprengju
væri varpað á okkur. Þetta eru þeir
kostir sem blasa við eftir að valda-
menn þjóðarinnar hafa tekiff upp á-
róður fyrir því að ísland gerist aðili
að Efnahagsbandal. Evrópu. Það má
segja að þróunin hafi stefnt að þessu
marki undanfarna áratugi með her-
námi, mútugjöfum og sívaxandi af-
skiptum erlendra manna af íslenzkum
innanríkismálum. En nú blasir sjálf
ákvörðunin við, ógrímuklædd, sú
mikla örlagaspurning hvort íslend-
ingar eiga að vera þjóð eða ekki, og
afdrifaríkara vandamál hefur ekki
verið borið upp við landsmenn, jafn-
vel ekki 1945 þegar Bandaríkin kröfð-
ust hér þriggja herstöðva til 99 ára
og þeirri kröfu var hrundið vegna
248