Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Side 13

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Side 13
EFNAHAGSBANDALAGIÐ inu skuli stórveldin Frakkland, Ítalía og Vestur-Þýzkaland hafa fjórfaldan atkvæðisrétt á við t. d. Lúxembúrg, og að hver ákvörðun skuli talin end- anleg að lokum sem stórveldin þrjú standa að, þótt smáríkin séu á móti. Hins vegar segir í skýrslunni að þetta hafi gefizt mjög vel hingað til og er gefin á því svofelld skýring: „Vel gengur oft að ná samkomulagi, þar sem þau lönd, sem eru í minnihluta, falla frá skoðun sinni frekar en að bíða ósigur í atkvœðagreiðslu Auk þessa er enn ein veigamikil stofnun innan bandalagsins, dómstóll sem er hafinn yfir dómstóla og stjórn- arvöld einstakra ríkja í mikilsverðum rnálinn og getur ákvarðað refsingar sé fyrirmælum framkvæmdastj órnar- innar ekki fylgt. Einnig eru ákvæði um voldugan sameiginlegan banka. Þannig er stjórnarkerfi hins nýja Evrópustórveldis í megindráttum, en í fyrsta áfanga er lögð megináherzla á að samræma efnahagskerfi aðildar- ríkjanna, því það er að sjálfsögðu grundvöllur hins stjórnarfarslega samruna. Nokkur aðalatriði þeirra ráðstafana eru á þessa leið: í 3. grein samningsins segir að hvert aðildarríki skuli framkvæma „brottnám tolla og beinna viðskipta- hafta á innflutningi og útflutningi vara milli aðildarríkjanna, svo og aðrar ráðstafanir, sem svipuð áhrif hafa“. Með öðrum orðum: við verð- um að afnema alla tollavernd fyrir hinn unga iðnað okkar og landbúnað og heimila að erlendar iðnaðarvörur og landbúnaðarvörur keppi hér á j afnréttisgrundvelli. Ekki ætti að þurfa að færa rök að því að með slík- um aðgerðum væri verið að kveða upp dauðadóm yfir verulegum þátt- um í iðnaði okkar og landbúnaði. Og þetta atriði hefur einnig félagsleg áhrif. I stað misjafnrar tollheimtu, sem tekin hefur verið mest af svoköll- uðum lúxusvörum, á nú að koma söluskattur sem leggst jafnt á brýnar vörur sem miður þarfar, jafnt á inn- lendar vörur sem erlendar, og bitnar að sjálfsögðu þyngst á þeim sem búa við erfiðust kj ör. í 3. grein samningsins er einnig ákvæði um „setningu sameiginlegs tolls og sameiginlegrar viðskipta- stefnu gagnvart löndunum utan bandalagsins“. Með öðrum orðum: viðskiptastefnan færist úr okkar höndum í hendur bandalagsins, og við neyðumst til að setja aukatolla á allar vörur sem við kaupum utan þess. Þannig yrðu t. d. vörur sem við keyptum í vöruskiptalöndum dýrari í útsölu en aðrar vörur, og þar sem um fullt verzlunarfrelsi á að vera að ræða innan bandalagsins myndu þær að sjálfsögðu ekki seljast ef um sam- keppni væri að ræða. Slík viðskipti yrðu því ókleif. Enn eitt ákvæði þriðju greinar 251
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.