Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Síða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Síða 15
EFNAHAGSBANDALAGIÐ hljóðandi: „Samningur þessi er gerð- ur til ótakmarkaðs tíma.“ Það er þannig ekkert uppsagnarákvæði; ríki sem eitt sinn hefur gerzt aðili er bundið um alla framtíð nema banda- lagið sjálft kunni að sundrast. Þetta er í samræmi við þann tilgang að gera eitt heilsteypt ríki úr aðildar- ríkjunum öllum. Ef við hugsuðum okkur að ísland kynni síðar að vilja losna, yrði litið á það sem uppreisn innan eins ríkis og yfirstjórnin hefði þá heimild til þess að beita sameigin- legu valdi bandalagsins til þess að brjóta slíka uppreisn á bak aftur. Ég mun ekki draga frekari ályktan- ir af þessum samningi eða ræða öllu meir hverjar afleiðingamar yrðu ef ísland gerðist aðili að honum. Hverj- um manni ætti að vera ljóst að við myndum á skömmum tíma glata öllu efnahagslegu sjálfsforræði, og ekki myndi þurfa margar kynslóðir til þess að menningarleg sérkenni okkar hyrfu að fullu í þjóðahaf hins nýja stórveldis. Það er að vísu augljóst að íslenzkir valdamenn hugsa sér að fá setta ýmsa fyrirvara fyrir aðild ís- lands til þess að draga úr harkaleg- ustu ákvæðunum og blekkja þjóðina. En allir slíkir fyrirvarar munu reyn- ast haldlitlir þegar til lengdar lætur. Það sem sker úr er sá tilgangur samn- ingsins að gera eitt og samfellt ríki úr aðildarríkjunum öllum, og að því marki verður stefnt hvað sem líður öllum fyrirvörum og fyrirkomulags- atriðum og þótt sum ríki fái kannski lengri tíma en önnur til þess að að- laga sig. Þannig er í rauninni spurt um það eitt hvort íslendingar vilja afsala sér sjálfstæðri tilveru sinni eða ekki, og þeirri spurningu geta menn aðeins svarað játandi eða neitandi, en ekki með hálfum svörum. Það er fróðlegt að reyna að gera sér grein fyrir því hvernig á því stendur að ráðamenn íslands skuli beita sér fyrir því að á næstunni verði bundinn endir á sjálfstæða tilveru þjóðarinnar. Engin hugmynd er í al- gerari mótsögn við sögu íslendinga og allt viðhorf, og raunar er augljóst að enginn af ráðamönnum þjóðarinn- ar hefði dirfzt að orða slíka hugmynd fyrir svo sem hálfum öðrum áratug. En hvað hefur þá gerzt? Tillagan um aðild íslands að Efnahagsbandalag- inu er sönnun þess að ráðamenn auð- stéttarinnar á íslandi eru komnir að þeirri niðurstöðu að þeir geti ekki stjórnað landinu samkvæmt reglum auðvaldsskipulagsins. Þeir hafa séð þá staðreynd að íslenzkt þjóðfélag er of lítið til þess að happa- og glappa- stefna auðvaldsskipulagsins geti leitt til annars en tafarlauss ófarnaðar æ ofan í æ. Þeir hafa komizt að þeirri niðurstöðu að framkvæmdavaldið sé svo veikt og verklýðssamtök og önnur hagsmunasamtök almennings svo sterk að landinu verði ekki stjórnað ofan frá með valdboði fáeinna pen- 253
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.