Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 18
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
lslandi, þótt sigurinn hafi oft orðið
minni og skammvinnari en vert var.
Verklýðssamtökunum er nú mikill
vandi á höndum að marka réttar bar-
áttuleiðir. En mér kemur oft í hug
hvort við getum ekki styrkt alþýðu-
samtökin enn meir en gert hefur ver-
ið með því að beita einnig nýjum
og fjölbreytilegri baráttuaðferðum.
Víða annars staðar hafa vinnustað-
irnir miklu meira frumkvæði en hér
hefur tíðkazt, fólk einbeitir sér að
sínum eigin atvinnurekanda, ber
fram kröfur um bætt kjör og aukinn
rétt á sínum eigin vinnustað og fylg-
ir þeim eftir með takmörkuðum verk-
föllum og öðrum mótmælaaðgerð-
um. Þessi skæruhernaður hefur víða
fært mjög mikilsverðan árangur við
hlið hinna stærri heildarátaka, og
með honum er hver einstakur félags-
maður verklýðssamtakanna lifandi
þátttakandi í kjarabaráttunni. Og
það er einmitt slíkt baráttulýðræði
sem við þurfum nú umfram allt á að
halda. Yfirleitt held ég að okkur sé
þörf á að líta ferskum augum á sam-
tök okkar og gera baráttuaðferðir
okkar eins fjölbreytilegar og áhrifa-
miklar og nokkur kostur er. Og sízt
af öllu megum við gleyma því að í
þeim átökum sem nú eru framundan
eigum við bandamenn í öllum áttum,
innan allra stj órnmálaflokka og allra
stétta. Þegar um slík mál er að tefla
eigum við að geta átt yfirgnæfandi
meirihluta þjóðarinnar að samherj-
um, ef við fáum fólk til að hugsa mál-
in og breyta í samræmi við hugsun
sína.
Ég vék að því áðan að það áform
stjómarherranna að innlima ísland í
Efnahagsbandalag Evrópu væri gjald-
þrotayfirlýsing, með því játa þeir í
verki að þeir hafa beðið ósigur, jafn-
framt því sem þeir vilja draga þjóð-
ina alla með sér í fallinu. Þessi ósigur
er afleiðingin af þeim hörðu átökum
sem einkennt hafa íslenzkt þjóðfélag
nú um langt skeið. En okkur nægir
ekki að andstæÖingar okkar bíði ó-
sigur; við þurfum sjálf að vinna ótví-
ræðan sigur. Við þurfum að hrinda
áformunum um að svipta íslenzku
þjóðina efnahagslegu og stjórnarfars-
legu sjálfstæði og gera þær fyrirætl-
anir að óafmáanlegum smánarbletti á
þeim stjórnmálamönnum sem dirfast
að flíka slíkum kenningum. Þann sig-
ur getum við unniÖ og vinnum ef við
neytum siðferðilegra yfirburða okk-
ar og góðs málstaöar í sívaxandi
starfi og baráttu á öllum sviðum
þjóðfélagsins.
256