Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Qupperneq 27
SAGNFRÆÐIN OG ÞROUN HENNAR
Um 1500 f. Kr. voru Föníkar, sem
bjuggu á Sýrlandsströnd mesta far-
manna- og verzlunarþjóð við Mið-
jarðarhaf. Þeir voru raunsæir, en
ekki frumlegir menn, eins og kaup-
manna er siður; þeim þóttu mynd-
rúnir Egypta óþarflega flóknarogtor-
lærðar og breyttu þeim og gjörðu sér
stafróf, sem líktist í grundvallaratrið-
um því stafrófi, sem við notum enn í
dag. En enda þótt skriftin yrði ein-
föld og fremur auðlærð, þá hélzt það
fram á 12. öld, að einungis mjög fáir
innan hvers þjóðfélags kunnu að lesa
og skrifa; þær íþróttir voru forrétt-
indi, sem valdastéttir þjóðfélagsins
nutu. Að vísu eru til einstakar undan-
tekningar frá þessari almennu reglu
meðal þjóða. Skriftar- og lestrarkunn-
átta varð t. d. mjög almenn meðal ís-
lendinga þegar á 13. öld, en það er al-
gjört einsdæmi um þjóð á þeim tíma.
Öll þjóðfélög, sem hafa tekið list-
ina að skrifa í þjónustu sína, hafa
verið deild að meira eða minna leyti
í stjórnendur og þegna; einna minnst
stéttagreining mun hafa verið hér á
landi, er íslendingar tóku að skrifa á
11. öld.
Þegar skrift var fyrst tekin upp í
suðvestur Asíu, Egyptalandi og aust-
ur í Kína, ríkti þar alls staðar ein-
valdsstjórnir konunga. Guðlegur kon-
ungur sat þar í forsæti voldugs land-
eigendaaðals, sem var studdur fjöl-
mennri sérréttindastétt presta og
drottnaði yfir miklum múg hálf-
ánauðugra leiguliða, þræla og allfjöl-
mennum stéttum handiðnamanna og
kaupmanna. Síðar, eða á járnöld við
Miðjarðarhaf, ríkti þar í nokkrum
löndum lýðræðisskipan í stjórnar-
háttum, t. a. m. í Grikklandi og sums
staðar á Ítalíu. í þessum lýðræðis-
ríkjum fornaldar var allskörp stétta-
skipting og lýðræðinu þröng takmörk
sett, þótt miklu stærri hluti landsbúa
ætti þar aðild að stjórnarstörfum en
í einvaldsríkjunum. Á miðöldum
breytust hlutföllin lítið milli yfir-
manna og undirgefinna; stjóm ríkja
var þá yfirleitt í höndum konunga,
sem ríktu í skjóli fjölmenns lénsaðals,
hefðarklerka og klaustramanna, sem
drottnuðu yfir hálfánauðugum
bændamúg, iðnaðarmönnum og borg-
urum. í byltingum 16. og 17. aldar,
sérstaklega í Hollandi og Englandi,
urðu talsverðar breytingar á ráðandi
stéttum; þá öðluðust auðugustu iðn-
rekendur og kaupmenn að nokkru
pólitískt hlutgengi við hlið landeig-
endaaðalsins, en í frönsku bylting-
unni 1789 leystu borgararnir aðalinn
af hólmi við stjórn ríkisins. í frönsku
byltingunni og borgarabyltingum 19.
aldar öðlast hlutfallslega fleiri menn
pólitískt áhrifavald en nokkru sinni
áður; við segjum með öðrum orðum,
að þá hafi lýðræði eflzt á Vesturlönd-
um.
Þessi sjónhending aftur í aldur gef-
ur okkur til kynna, að allt fram á 18.
öld hafi sagnaritun ekki hvílt á mjög
265