Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Page 34

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Page 34
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR un, þegar starfsmenn hafa verið ráðn- ir að safninu. Sennilega dytti fáum í hug, að heppilegast mundi að fela uppgjafa embættismanni, presti eða lögfræð- ingi, störf við náttúrufræðirannsókn- ir, ef völ væri á sérfróðum manni til starfans, en við störf í þágu íslenzkrar sagnfræði hafa önnur sjónarmið gilt, enda kreppir skórinn víða að. A skjalasöfnum er unnið að skrásetn- ingu og útgáfu skjala. Á Islandi reyna safnverðir eftir beztu getu að skrá skjöl safnsins, en þeim er lögð sú skylda á herðar að annast afgreiðslu fæðingarvottorða, svo að þeir hafa aldrei næði til að sinna raunveruleg- um skyldustörfum sínum; stofnunin er eyðilögð með því að gera hana að útibúi frá manntalsskrifstofunni. Þar er ekkert næði hvorki fyrir safnverði né fræðimenn, sökum stöðugs straums af fólki, sem þarf að fá dýrmæt vott- orð. Okkur skortir geysimikið af frumrannsóknum í íslenzkri sagn- fræði, fjölda kennslubóka og yfirlits- rita, en menn fást ekki til starfans, meðan þannig er í pottinn búið, að mönnum með sérþekkingu í fræði- greininni er gert ókleift að ávaxta menntun sína í starfi. Það ástand, að þjóðarsagan og rannsókn hennar sé vonlausasta viðfangsefni, sem menn geta valið sér til lífsbjargar, — þekk- ist hvergi á byggðu bóli nema hér á íslandi hjá söguþjóðinni. Fyrir fáum árum flutti enskur pró- fessor erindi í íslenzka sendiráðinu í Lundúnum þann 17. júní, og fjallaði það um íslenzk fræði í Bretlandi. Þar í landi munu sennilega vinna fleiri sérfræðingar að rannsóknum á ís- lenzkri menningarsögu á miðöldum en hér heima, og prófessorinn gat þess, að Bretar stæðu betur að vígi að skilja ýmsa þætti íslenzkrar miðalda- sögu en íslendingar sjálfir, af því að sjóndeildarhringur manna hér heima væri svo þröngur, stúdentum væri kennt svo lítið í miðaldafræðum. Og prófessorinn hafði lög að mæla, því að á árunum eftir styrjöldina hafa enskir fræðimenn unnið ýmis braut- ryðjendaverk á sviði íslenzkra fræða. Nú eru nær 200 ár liðin síðan íslend- ingur hefur samið staðgott fræðirit um sögu þjóðarinnar á heimsmáli, en um 700 ár síðan Íslendingur hefur fjallað svo um erlenda sögu, að það hafi alþjóðlegt gildi. Á ári hverju eru gefin hér út hundruð bóka; við tölum um bóka- flóð um jólin eins og þá sé eitthvert syndaflóð á ferðinni. í öllum þeim flóðum af prentuðu máli, sem flætt hafa frá prentsmiðjum landsins síð- ustu áratugina, getur stöku sinnum örþunn hefti með frumheimildum ís- lenzkrar sögu. Bókmennta- og Sögu- félagið hafa undanfarna áratugi gefið út íslenzkar sagnfræðilegar frum- heimildir: Alþingisbækur, annála, fornbréfasafn og einstaka skjala- flokka. Sökum fjárskorts hafa félögin 272
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.