Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Side 36

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Side 36
FRANCIS JEANSON Stríð okkar (Almenningsálitið í Vestur-Evrópu hefur varla gert sér Ijóst mikilvægi stríðsins sem háð hefur verið í Alsír og enn er ekki séð fyrir endann á; hinar örlagaríku afleiðingar sem það getur haft ekki aðeins fyrir Frakkland heldur alla Vestur-Evrópu; þá ábyrgð sem allar ríkisstjórnir Atlantshafsbandalagsins hera í rauninni sameiginlega á því sannnefnda þjóðarmorði sem Frakkar hafa iðkað í Alsír í sjö ár samfleytt. Óhætt er að segja að engir stríðsglæpir sem framdir hafa verið síðan á valdadögum nazista komist í hálfkvisti við afrek franska hersins í Alsír. Nær ein milljón drepnir, nær tvær milljónir í fangabúðum, af þjóð sem telur urn níu milljónir: slíkar voru hinar nöktu tölur Alsirstríðsins fyrir ári. Þar hafa að vísu ekki verið notaðir gasofnar, en fullkomin hergögn, sem minnsta kosti framan af voru beint eða óbeint komin frá Atlantshafsbandalaginu, hafa gert frönsku herforingjunum kleift að drepa tíu Alsírbúa á móti hverjum manni sem þeir hafa misst. Þetta stríð hefur verið nýlendustríð í verstu mynd sinni, bæði að markmiðum og aðferð- um. Markmið: að viðhalda efnahagslegu þrælahaldi og pólitískri kúgun einnar milljónar landnema á níu milljónum „frumhyggja". Aðferðir: að viðurkenna ekki einu sinni and- stæðinginn sem andstæðing, heldur úrskurða hann glæpamann andspænis hinni sönnu réttvísi kúgarans; að viðurkenna hann ekki einu sinni sem mann, heldur gera hann að lægri veru sem ekki á kröfu til neinnar lagaverndar, heldur aðeins til pyndinga. (Sbr. Henri Alleg: Rannsóknin, ásamt formála, í 4. og 5. hefti þessa tímarits 1960.) Sú sérstaka tegund af fasisma sem sýkt hefur mikinn hluta franska hersins í Alsír hefur án nokkurrar blygðunar tekið upp aðferðir nazista og notið til þess aðstoðar þýzkra stríðsglæpamanna sem hafa verið aufúsugestir í hinni alræmdu útlendingaherdeild. Vegna Alsírstríðsins hefur lýðræði í Frakklandi beðið mikinn hnekki, svo þar er í raun- inni ekki lengur um þingræði að tala, en hreinn fasismi, eða borgarastríð, vofir yfir. En ef sá yrði endir á strfðinu að við tæki kalt stríð milli Frakklands og Alsírs, eitthvað svipað því kalda stríði sem nú stendur milli Bandaríkjanna og Kúbu, þá mundi án efa meiri hluti Afríku taka sér stöðu með Alsír gegn Frakklandi og Vestur-Evrópu. Slík áhrif hefur hið hetjulega fordæmi alsírsku þjóðarinnar þegar haft í allri Afríku, — þessi „ótrúlega bar- átta sem að örlagaríkri dirfsku byltingarstarfsins verður ekki jafnað til neins annars en hinnar „löngu göngu“ Kínverja", að áliti fransks blaðamanns, Servan-Schreibers. Og ef Afríka sliti sambandi við Evrópu að meira eða minna leyti mundi það hafa svo alvarleg áhrif á efnahagsþróun Vestur-Evrópu, að ekkert markaðsbandalag gæti bætt upp það tjón, nema síður væri. Andstaða vinstri flokka í Frakklandi (fyrir utan sósíaldemókrata, sem ekki eru vinstri flokkur þar fremur en hér) gegn Alsírstríðinu kom af sjálfu sér, og hvorki kommúnista- 274
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.