Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Síða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Síða 37
STRÍÐ OKKAR flokkurinn né vinstri sósíalistar hafa látið af að kref jast friðarsamninga í Alsír. En lengra hafa Jjeir ekki farið. Þeir hafa gætt þess að halda sér innan löglegra takmarka og þing- ræðislegrar kurteisi, og að sjálfsögðu er það óhjákvæmilegt að skipulagðir og löglegir þingræðisflokkar noti löglegar aðferðir svo lengi sem fært er, jafnvel gegn ofbeldi og lög- leysum. En þegar þessi löglega barátta bar því miður sorglega lítinn árangur og alltaf hallaði á ógæfuhlið í Alsír, risu upp menn í Frakklandi sem töldu að barátta í orði væri lítilsverð, úr því sem komið væri, ef henni væri ekki fylgt eftir með baráttu í verki. Þeir gerðu málstað Þjóðfrelsisfylkingarinnar í Alsír að sínum málstað og sögðu stjórn lands síns, sem stóð fyrir fasistísku nýlendustríði, upp allri hollustu. Það þýddi að þeir gerðust virkir aðstoðarmenn alsírska Þjóðfrelsishersins. Einn þessara manna er Francis Jeanson.1 Hann stóð fyrir samtökum í Frakklandi til hjálpar Alsírmönnum frá 1957 til 1960. Samtök hans („réseau Jeanson") höfðu einkum tvennskonar hlutverk: að greiða fyrir erindrekum Þjóðfrelsishersins í Frakklandi og að hjálpa frönskum nýliðum, sem gerðust liðhlaupar vegna andstöðu sinnar við Alsírstríðið, að flýja land. Nafn Jeansons komst á hvers manns varir snemma árs 1960, því þá hélt hann fund með nokkrum blaðamönnum í París til að skýra frá starfi samtaka sinna, eftir að nokkrir liðsmenn hans höfðu verið handteknir (þeir voru dæmdir í september 1960). Sjálf- ur komst hann úr landi nokkrum mánuðum seinna. Mikil blaðaskrif hófust um þessi mál, og afstaða Jeansons var úthrópuð sem svik við föðurlandið osfrv. Málgögn vinstri manna fordæmdu Iíka yfirleitt baráttu Jeansons og samtaka hans, á þeim grundvelli í fyrsta lagi að engum væri heimilt að bregðast borgaralegum frumskyldum og í öðru lagi með þeim rökum að þessi afstaða gæti ekki haft pólitíska þýðingu. Til að svara þessari gagnrýni samdi Jeanson ritlinginn StríS okkar (Notre guerre) sem er dagsettur 6. júní 1960 í París. Ritlingurinn er hér birtur allmjög styttur. Þýðendum hefur virzt að þrátt fyrir það rit- deilusnið sem óhjákvæmilega er á bæklingnum, veiti hann svo góða innsýn í Alsírmálið og ástandið í Frakklandi, og geri auk þess svo góða grein fyrir ýmsum mikilvægum viðfangs- efnum sem vinstrisinnuð hreyfing hefur þurft að glíma við á undanförnum árum í Evrópu, að hann ætti nokkurt erindi til athugulla íslenzkra lesenda. — S. D.) I ið erum þá svikarar. Herra Bena- zet hefur sýnt fram á það í Aurore, herra George Bidault og ein- hver herra Desmond í Carrefour, herra Paul Adeline í Réforme og herra Maurice Duverger í le MondeA Ég mun síðar taka til meðferðar þau rök sem þessir vökulu föðurlands- vinir nota til að bera okkur slíkum sökum. En fyrst vildi ég segja við alla þá sem að minnsta kosti gruna okkur um að hafa að einhverju leyti glatað samfélagskenndinni, að eina afsökun 1 Francis Jeanson er heimspekingur að menntun. Hann hefur meðal annars ritað tvær bækur um Jean-Paul Sartre, og ásamt konu sinni samdi hann 1955 bók um Alsír, L’Algérie hors la loi, sem er eitthvert bezta ritið um nýlendukúgun Frakka í Alsír í 130 ár og skýrir einkar vel aðdraganda uppreisnarinnar 1954. 1 Frönsk blöð. — Þýð. 275
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.