Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Qupperneq 38

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Qupperneq 38
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR þeirra fyrir slíkum áhyggjum hlyti að vera sú, að þeir þekki okkur mjög illa. Sú er þó einmitt ekki raunin um ýmsa meðal þeirra ... Hvað hugsa þeir þá? Ætti svo ógæfusamlega að hafa til tekizt að við hefðum hætt að vera Frakkar, án þess að vilja það, á sama hátt og menn kvefast eða fá skalla? Eða ættum við að hafa gert sjálfa okkur útræka og það af ráðnum hug? Það mætti láta það gott heita, ef það líf sem við höfum hingað til lifað í föðurlandi okkar hefði verið mis- heppnað, en því er nú einmitt þannig varið, að margir okkar hafa síður en svo borið skarðan hlut frá borði. Okkur skorti ekki vinnu, þegar við tókumst á hendur það sem við erum ásakaðir fyrir, okkur féll vel hverjum í sínu starfi, við höfðum ekki þurft að láta okkur nægja nein miðlungskjör. Og okkur gat ekki annað en verið ljóst — og á því höfum við aldrei misst sjónar — að Frakkland væri vissulega eina landið þar sem við gæt- um fyllilega unað okkur, lifað og starfað hver eftir sínum hæfileikum. Menn skilji að minnsta kosti þetta: Það er ekki einungis, að okkur hefur aldrei til hugar komið að skiljast við Frakkland, heldur krefjumst við hátt og í hljóði tækifæris til að vera í raun og sannleika franskir, og því er það sem við störfum nú að því að endur- reisa þjóðlegt samfélag. A traustum undirstöðum, en ekki á sveimandi ímyndunum. Milljónir manna munu starfa að því innan tíðar þegar menn hafa hrist af sér slenið: já, gagnvart því samfélagi tökum við á okkur fulla ábyrgð, og þá er eftir að vita hvort þeir, sem nú dæma okkur, munu geta tryggt sér þar sæti eða ekki. Þjálfaðar gáfur, mótuð menning, viss andlegur léttleiki, einskonar sam- hljóman í mannlegum viðskiptum, það sem menn nefna unað lífsins og allt það sem hefur gert Frakkland vinalegt, það er okkur jafnkært og öðrum. Gallinn er sá, að um það er ekki hægt að tala nema í þátíð á því raunverulega Frakklandi þar sem við lifum. Auk þess tilheyrir þessi þátíð nokkrum útvöldum: minnihluta for- réttindafólks. Það er að minnsta kosti ekki lengur neins nútíð. Allsstaðar er fólkið „á nálum“. Allsstaðar hefur tortryggnin og óttinn síazt inn: hver hópur leitast við að draga sig inn í skel sina, einskorða sig við sérhags- muni sína, taka ekki lengur afstöðu nema í aðgerðarleysi, vörn, neikvætt. Magnleysiskenndin breiðir úr sér og ýtir stoðum ýmist undir fáfengilega misnotkun valds eða falskt skeyting- arleysi og afsal verstu tegundar. Þetta eru ekki plágur sem hafa ver- ið sendar okkur af himni. í skjóli þess tiltölulega hagstæða efnahags- ástands sem ríkt hefur í Frakklandi síðustu fimmtán ár hefur hinni „ráð- andi“ borgarastétt tekizt að sýkja verkalýðsstéttina, sundra henni, lama hana, — með því að læða inn í hana 276
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.