Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 41
STRÍÐ OKKAR aðgerðum þegar þjóðin var barin niður í maí 1945. Við vissum allt þetta, við höfðum fylgzt náið með því. Ég hef þó nokkrum sinnum átt heima í Alsír og ég er ekki undir það búinn að gleyma svívirðilegri fram- komu löggæzlusveitanna á tímabilinu frá því á miðju ári 1945 þar til síð- ustu mánuði ársins 1954, enda þótt það tímabil væri kallað friðsamlegt. Þannig er ekki hægt að meðhöndla þjóð, ekkert getur réttlætt það, og við Frakkar hefðum haft fuUgildar ástæð- ur þegar á þeim dögum til að taka virkan þátt í baráttunni við hlið Alsír- manna. Sjálfur viðurkenni ég að ég lét mér nægja, einsog góður menntamaður, að skrifa greinar, halda ræður og loks — ári eftir að uppreisnin brauzt út — að gefa út bók ... Ég hef nýlega getið um það hve illa vinstrimenn tóku þessari bók: ég hlýt þó að taka fram, annars vegar, að nokkrir blaðamenn kommúnista mæltu hjartanlega með lestri hennar (þrátt fyrir þá gagnrýni sem ég lét koma fram á kommúnista- flokknum í Alsír, og hinsvegar, að viðbrögð þeirra vinstri flokka, sem ekki aðhyllast kommúnisma, komu mér síður en svo á óvart. Ég vissi á hverju ég átti von. Ég vissi að það var of snemmt að segja sannleikann um Alsírmálið. En mér fannst þó einmitt, að einhvers staðar þyrfti að segja sannleikann afdráttarlaust, til þess að aðrir sem ekki segðu nema hálfan sannleikann ættu ekki lengur með því á hættu að vera taldir öfgamenn. Við höfum horft upp á það árum saman, hvernig tækifæri Frakka hafa verið skipulega eyðilögð í Alsír, í allri Norður-Afríku og yfirleitt í Af- ríku. Menn segja ef til vill að Frakk- land hafi þó veitt Túnis og Marokkó sjálfstæði og geri smám saman eins við hinar ýmsu þjóðir Svörtu-Afríku. En hver er sá sem ekki sér, að þetta sjálfstæði er ekki annað en spilaborg- ir á þeim tveim stöðum sem ég áðan nefndi, meðan herinn og allar kúgun- arsveitir Frakka sitja í Alsír og eru sífelld innrásarógnun landamæraríkj- unum? Og hver er sá sem ekki sér, að þetta hálfkák felur raunverulega í sér — hvað við kemur sambandi Frakk- lands við Túnis og Marokkó — ókosti tveggja algerlega andstæðra sjónar- miða (viðhaldnýlendustefnunnar eða raunverulegt sjálfstæði), án þess neinir af kostum þeirra komi fram? Því sá fjárhagslegi gróði, sem auðug- ir landnemar missa, hefur ekki verið bættur upp með stofnun frjálsrar samvinnu í vinsamlegum anda, en það hefði gert kleift að leysa öll þau vandamál sem á knúðu, forðað mörg- um efnalitlum landnema frá útlegð og tryggt landi okkar traust samband við Norður-Afríku, sem hefði snúið sér sjálfkrafa að Evrópu — þ. e. a. s. Frakklandi — miklu fremur en að Austurlöndum eða Bandaríkjunum. 279
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.