Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Side 43

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Side 43
STRÍÐ OKKAR ópa komin inn í skel sína, dæmd til stöðnunar, þ. e. a. s. til úrkynjunar. Enda þótt Túnis og Marokkó hafi fljótlega verið veitt nokkurt sjálf- stæði, þá stafaði það af því að ástand- ið var ískyggilegt í Alsír og það þurfti tafarlaust að gera þessa tvo hliðar- vængi hlutlausa. Þótt svörtu þjóðirn- ar hafi ekki einu sinni þurft að skera upp herör til að öðlast sjálfstæði, þá stafaði það af því að Frakkland gat ekki veitt sér þann munað að þurfa brátt að dreifa um alla Afríku 500.000 mönnum sem Alsírbyltingin ein nægði til að hita undir uggum. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr, er Alsír miðdepillinn, og áhrif Alsírs halda áfram að aukast varðandi allt það sem lýtur að því að koma Afríku af nýlendustiginu. Ef Alsírmenn taka upp hjá sér sósíalisma í sjálfstæðri mynd, munu allar þjóðir Afríku sjá þar ótvíræða staðfesting á því að slíkt sé gerlegt, og þær mundu þá fremur en nokkru sinni fyrr hneigjast að því að framkvæma sömu stefnu sjálfar. Ef hins vegar Alsírmönnum þykir sem þeim sé nauðugur einn kostur að halla sér skilyrðislaust í austur, þá leggst öll Afríka á sömu sveif og opnar á þann hátt dyr sínar fyrir innfluttum sósíalisma. Þetta eru augljósar staðreyndir. En ríkisstjórnir okkar halda áfram að leiða þær hjá sér og ganga svo langt í skeytingarleysi eða hundingjahætti að staðhæfa að það verði að halda þessu stríði áfram til að spyrna við uppreisnartilraunum kommúnista í Afríku ... III ... Ég veit vel að það er siður að álíta, í samræmi við idealistísk boð- orð, að menn eigi ekki að hefjast handa nema í þágu algerlega hreins málstaðar: þar með kjósa þeir að sitja kyrrir til æviloka. Andstæðing- urinn er ekki allur illur, samherjinn er ekki allur góður, og það ber að hafna maníkeismanum. En til er rétt- mætur málstaður og til er óréttlætan- legur málstaður: það má ekki leggja þá að jöfnu. Enginn neitar því lengur að arð- rán, lygar og hörmuleg framkoma fulltrúa Frakklands í Algeirsborg hafi að lokum rekið Alsírmenn til að beita ofbeldi. En rétt eins og menn hefur stundum dreymt um „hreina“ kjarna- sprengju, hefði fólk í Frakklandi vilj- að, að fyrst Alsírmenn voru nú einu sinni búnir að vekja athygli á málum sínum á þann eina hátc sem þeir gátu, þá væru þeir svo góðir að fara heim aftur og bíða svangir, afvopnaðir og fullir trúnaðartrausts eftir því að á- vextimir kæmu í ljós ... Ýkjur? Ef til vill hefðu menn gert sér að góðu að horfa á þá berjast 1 gegn 20 sam- kvæmt „stríðsreglum“ ... En hver hefur sett þær reglur? Göfugir draumóramenn sem útbjuggu reglur fyrir tímabil þegar flest stríð voru 281
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.