Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Síða 45
STRÍÐ OKKAR
öllum þeim „gildu ástæÖum“ sem
hvíslað er að ykkur af öryggisþörf
ykkar, ótta ykkar, ríkishagsmunum
ykkar, og hinum blinda klíku- og
flokksaga, sem þið gerið að skyldu
ykkar til að þurfa ekki að hlýða ykk-
ar sönnu skyldu.
Já, við höfum hjálpað og við höld-
um áfram að hjálpa Alsírbúum á öll-
um sviðum. Það kann að vera að sá
maður, sem þú hjálpar eitt kvöld að
sleppa undan lögreglunni, skjóti
morguninn eftir á fjandmann bylting-
arinnar eða sprengi í loft upp einn af
þessum dásamlegu stíflugörðum sem
franskt stolt hrósar sér af, og þá ert
þú orðinn honum samsekur. Þitt er
að segja til um hvort þú vilt heldur
vera samsekur um þjóðarmorð.
IV
Ein alvarlegasta ásökunin, sem
beint hefur verið gegn okkur, er vafa-
laust sú, að við höfum hvatt nokkurn
hóp franskra ungmenna til að gerast
liðhlaupar.
Eflaust muna menn atburði þá sem
gerðust 1955. Ungir menn, sem kall-
aðir voru í herinn til að leggja Alsír
undir sig á nýjan leik, sýndu sameig-
inlega og með ýmsu móti, að þeim
var þvert um geð að fara. Menn vita
líka hvað varð uppi á teningnum:
engum samtökum, hvorki stjórnmála-
legum né öðrum, þótti rétt að styðja
þá, og þeir voru þvingaðir til að fara;
sumir þeirra voru brátt sendir í hættu-
lega leiðangra, og þannig tókst liðs-
foringjum með ósveigjanlegt ættjarð-
arstolt að losa sig alveg löglega við
þessa svörtu sauði.
Þegar ég segi að þessi skelfilegi
heigulsháttur sé vansœmd okkar, þá
er það ekki marklaust orðalag: ég er
mér þess í sannleika meðvitandi að
vera samábyrgur, ásamt öllum þeim
vinstrimönnum sem þá héldu að sér
höndum (eða létu sér nægja að harma
atburðinn) ... Með því að skilja
ungu mennina eftir í greipum örlag-
anna, höfum við komið fram eins og
ábyrgðarlausir menntamenn og fram-
ið raunverulegan glæp.
Þegar ég yfirheyri sjálfan mig um
þátttöku mína í þessum glæp, þykist
ég sjá í honum tálcn þess, hve alvar-
legum augum menn — meðal þjóðar
sem þó heldur hiklaust fram nokkurri
andúð á hernaðarstefnu — lita á það,
ef menn óhlýðnast, gerast liðhlaupar,
neita að gegna herþjónustu. Vafa-
laust er unnt að finna allgóða skýr-
ingu á þessari einkennilegu formfestu.
Það er sú tilfinning, að hér sé um að
ræða þá einu raunverulegu eldraun
er sé sameiginleg öllum landsmönn-
um, þannig að sá sem víkur sér und-
an henni virðist glata öllum tengslum
við þjóðarheildina.
Það ber þó einnig að hafa aðra til-
finningu í huga, en falseðli þeirrar
tilfiningar hefur upp á síðkastið orð-
ið mér ljóst: við vorum menntamenn
og nokkuð borgaralegir (eins og
283