Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Qupperneq 53
BLAS DE OTERO
STYGGIÐ EKKI RAUÐBRYSTINGINN
Blas de Otero er fæddur í Bilbao árið 1916. Hann er kunnastur þeirra spænsku skálda
sem komið hafa fram eftir borgarastyrjöldina; ljóð hans hafa verið þýdd á mörg tungu-
mál. Franskur þýðandi Oteros, Claude Couffon, segir um þessa kynslóð skálda að hún sé í
nær fullkominni andstöðu við „kynslóðina frá 1927“ (Lorca, Rafael Alberti, Jorge Guil-
len) og hinn glæsilega og fullkomna ljóðstíl hennar. „Að áliti kynslóðarinnar sem kom
fram eftir stríðið á ljóðið að skjóta rótum í raunveruleik nútímans. Og þessi raunveru-
leikur er hið hörmulega ástand Spánar, lands þar sem hinir dauðu þrúga þá sem lifa, þar
sem fortíðin kæfir nútímann, þar sem hefðin er dragbítur framfaranna, og maðurinn er
fremur en á nokkrum öðrum stað leiksoppur ofbeldisins eða fáránleikans.“ Skáldin vilja
„draga Spán upp úr feninu, umbreyta landinu og gera það að lífvænlegum bústað handa
öllum.“ I samræmi við þessa skoðun á skáldskapnum er ljóðstíll þessara skálda nakinn og
beiskur og þau snúa viljandi baki við hinum glitrandi stíl fyrirrennara sinna, um leið og
þau hafna túlkun þeirra á hugarheimi sínum, ásaka þá fyrir að hafa lagt of mikla stund á
að endurspegla mynd sjálfra sín úr fílabeinsturnum sínum.
Nú mun ég segja satt.
Það er ekki um mig sem ég ræði, miskunn,
sál hins óvœnta glœps: Talið.
Nú mun ég segja sannleikann
er í sannleika býr, gullturn.
Maður kemur að hausti, hlustið.
Seg mér, betlari, sannleikann,
feimulaust, hreina brún þar sem varir
hella Ijósi.
Maður kemur með haustinu:
gangið
hljóðlega, því þögnin er gull.
291