Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 64
LUDVÍK ASKENAZY
Unginn
Aðfaranótt 10. júní árið 1942 umkringdu þýzkar hersveitir Lidice, lítinn námumannabæ
skammt frá Prag, tóku af lífi alla karlmenn, sem þar bjuggu, smöluðu konum og börnum
saman á þorpstorginu, þar sem börnin voru rifin af mæðrum sínum. Leið kvennanna lá síð-
an í fangelsin í Ravensbriick og Auswitz og fæstar þeirra áttu þaðan afturkvæmt. Börnin,
þau sem ekki voru þegar tekin af lífi, voru send þýzkum fjölskyldum, sem ala áttu þau upp
eins og réttborna Þjóðverja.
Loks var borgin brennd og jöfnuð við jörðu.
Einir 159 af 500 íbúum þorpsins lifðu af þessar aðgerðir „Herraþjóðarinnar".
Aðgerðir þessar voru, að sögn nasistanna, hefnd fyrir það, að íbúar Lidice hefðu skotið
skjólshúsi yfir útlagahermennina, sem skömmu áður höfðu drepið Reinhard Heydrich
„Reichsprotector". Eftir stríðið kom hins vegar í ljós í réttarhöldunum yfir K. H. Frank og
Gestapóforustunni í Kladmo, að þessar sakargiftir voru uppspuni frá rótum og aðgerðirnar
voru aleinasta liður í áætlun nasista um útrýmingu tékknesks þjóðernis.
Þessir atburðir eru uppistaðan í sögunni „Unginn".
Höfundurinn, Ludvík Askenazy, er meðal vinsælustu höfunda í Tékkóslóvakíu um þess-
ar mundir. Hann hefur skrifað smásögur, ljóð og barnabækur. Leikrit eftir hann, „Gestur-
inn“, hefur verið sýnt undanfarið við mikla aðsókn í Leikhúsi Hersins í Prag. Sagan, sem
hér birtist gefur nokkra hugmynd um helztu einkenni hans sera höfundar — hófsemi og
vöndun í efnismeðferð, einfaldan stíl (sem að nokkru tapast í þýðingunni) og lifandi
kímni, sem stundum getur orðið ísmeygilega beitt ádeiluvopn.
Henni þótti alltaf gott að láta mömmu vekja sig: á morgnana, eftir hádegið
eða þá á nóttunni. Henni þótti ennþá gaman að fara á fætur, hún var bara
fimm ára. Hún vaknaði ekki fyrr en við þriðja kall, en heyrði samt það fyrsta,
sem smaug inní drauminn og settist þar að eins og í húsi. Fyrst var kallað
Katsénka. Svo Kata. Og þriðja kallið, það sem vakti hana, var Katrín!
Nú runnu þau öll í eitt, en það var naumast orð lengur; fyrst byrjuðu hund-
arnir að gelta, smugu inní drauminn og héldu áfram að gelta þar. Svo vældi
sírena eins og nýstunginn grís, einhver hrópaði, einhver grét, og um leið og
Kata opnaði augun hrapaði stjarna útí myrkrinu og aldrei mundi hún komast
aftur uppá himininn.
302