Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Page 68

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Page 68
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR „Má ég sitja í hjá ykkur, ungi litli?“ sagði Katsénka, „eða er bíllinn bara fyrir hænuunga?“ „Við komum með egg handa yður,“ sagði unginn, „allavega lit. Við eigum páskaegg, jólaegg og svo hvítasunnuegg. Páskaeggin eru græn, jólaeggin hvít og hvítasunnueggin svört. Gjörið svo vel að velja, frú.“ „Ég ætla að fá grænt, páskaegg,“ sagði Kata. En útúr vagninum valt svart, hvítasunnuegg; og úr því stóðu rauðir logar og eldglæringar. „Ég veit, þið eruð eldbörnin," sagði Kata. Svo losaði hún svefninn. Svefninn hvarf frá henni, en nóttin var rétt á för- um; hún gekk hljóðlega og berfætt milli bjarkanna, vafin í dökkt silkisjal með álfalokkum eins og lítil sígaunastúlka. Og vegna þess að bjarkir eru silfraðar og lýsa í myrkri sneiddi nóttin hjá þeim en hnuplaði bara af hverri þeirra Ijósögn úr bjarkarþynnunum að skarta sig í eins og kjól. Þannig varð hún dögun. Kata reis á fætur, leit í kringum sig, teygði úr sér og þvoði sér um nefbrodd- inn uppúr dögg því hún var ekkert fyrir vatnsaustur. Tunglið sést ennþá, sagði hún við sjálfa sig, og svolítið af sólinni líka. Það verður gott veður í dag. Þá mundi hún eftir öllu og hljóp aftur uppá torgið. Þar var enginn. Hvorki menn, mömmur, pabbar eða krakkar. Og húsin ekki heldur. Bara sviðið grjót og kolaglóð og þunn, mórauð reykjarslæða yfir rústun- um og einhvers staðar innámilli raftanna hljóðlátur, óljós hvinur líkt og risa- vaxin spilaborg væri að hrynja. Bakvið krána hjá Trajtsa stóð glóandi viðarhraukur. Kata settist á hækjur sér framanvið hann og horfði í hann eins og ofnglóð. Og af því hún var ekki alveg vöknuð fannst henni vera kvöld og einhver vera að skara í eldinn og að vatnið í kvöldþvottinn væri að sjóða í emaleruðu könnunni með skellunum tveim. Henni fannst kannan svo rétt fyrir aftan sig, að hún leit við, en sá þá ekki annað en rauðleitan og dálítið eitraðan reyk, sem var að leysast sundur niðurundir sviðinni jörðinni. Jæja, hugsaði Kata, fyrst húsin eru brunnin, hvar eigum við þá að búa þangaðtil mamma kemur? En hún velti því ekki lengi fyrir sér. Hún gekk smástíg í risavöxnum hjól- förum Steyerbílanna. Á leiðinni fann hún hálfa bollu, en hún var ógn skítug. Kata þurrkaði hana lengi á erminni, hrækti loksins á hana til að þvo hana betur og át hana svo með beztu lyst. 306
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.