Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Page 86

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Page 86
Umsagnir um bækur Svo kvað Tómas Matthías Johannessen rœddi við skáldið. Almenna bókafélagið 1960. Aseinni árum hefur eflzt mjög sú tízka að rithöfundar gerist einkaritarar manna sem á gamalsaldri leiðast út í að semja endurminningar sínar, en treysta sér ekki til, einhverra orsaka vegna, að halda á penna sjálfir. Slíkar aðferðir við bókagerð bera sína réttlætingu í sjálfum sér, fóm- fýsi rithöfundanna er aðdáunarverð, og enda þótt fæstar þessara bóka hafi svokall- að bókmenntalegt gildi er efalaust að marg- ar þeirra geta haft drjúga þýðingu bæði fyrir íslenzka sagnfræði og þó einkum þjóð- félagsfræði, ef sú fræðigrein fyndi einhvern- tíma náð fyrir augum íslenzkra mennta- manna. Mun tortryggilegri em þessar krókaleiðir við samningu bóka, þegar menn sem haft hafa ritmennsku að höfuðstarfi alla ævi fá sér aðra rithöfunda til að vekja sér hug- myndir, skrásetja þær og skipa þeim saman í bók. Lesandanum hlýtur að finnast að þannig sé verið að halla á sig: hann hefur nú einu sinni vanizt því að sérgrein rithöf- unda sé að semja bækur beinlínis, og aðals- merki þeirra að geta haldið á penna fyrir sjálfa sig; honum finnst að rithöfundur sem afsalar sér þeim forréttindum hafi í senn brugðizt sjálfum sér og öðrum. Allt um það eru slíkar bækur orðnar skyldugur þáttur í bókaiðn nútímans, bæði hér á landi og erlendis. Dæmin sanna að þessi „óbeini" höfund- skapur getur borið góðan árangur; það er ekkert efamál að „ritarinn" getur ef vel tekst til knúið „höfundinn" þeim sporum sem hann mundi sjálfur hlífa sér við. Matt- hías Johannessen, ritari þeirrar bókar sem hér um ræðir, segir í formála sínum að naumast verði „fundið heppilegra form til að menn geti nálgazt sjálfa sig nokkurn veginn hindrunarlaust en samtalsformið. Það kallar á einlægni, en veitir lítið svig- rúm til undanbragða.“ Þetta er laukréttur fyrri partur sannleikans í þessu efni. Hér er drepið á höfuðkost, ef ekki þann eina kost sem þessar samtalsbækur geta haft fram yfir „frumsamdar" bækur. En seinni partur sannleikans er sá að samtal kallar ekki alltaf á einlægni og er einkar heppi- legt form til að dyljast. Ilitt er þó verst að samtalsformið er ódýr- leikabeita. Það er of auðvelt að semja bók með þeim hætti að rabba við kunningja sinn. Það er alkunna að viðræðugarpar og samkvæmishetjur öðlast ekki alltaf hylli sína vegna þess að ræða þeirra sé gáfuleg heldur af því að þeir kunna vel að „sjarm- era“ áheyrendur sína. Og orð þeirra missa gildi sitt óðar en þau eru komin út fyrir það umhverfi sem þau voru miðuð við. Sama hætta vofir yfir höfundinum sem fær penn- ann í hendur öðrum: það er leyfilegt í sam- tali, þegar samúð áheyrenda er tryggð, að rökstyðja mál sitt óvandlega, og uppástung- ur sem við athugun reynast ekki annað en vatn geta þá verið viðurkenndar sem and- ríki. Höfundurinn lætur í góðri trú glepjast 324
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.