Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Síða 92

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Síða 92
TÍMARIT MÁLS OG M ENNINGAR sér og leiðir þá í stærri sannleik um „Ijós- ið, sem sjáandi menn kalla myrkur“, en al- gengt mun vera að menn óri fyrir. Þetta er Heimskringlubók, 142 blaðsíð- ur, prentun og prófarkalestur í óvenjugóðu lagi, bandið vænt og smekklegt, og bláu skrifstafirnir á svartri bandhlífinni segja táknlega sögu. Og á milli spjaldanna eru saman komin sautján bréf, auk formáls- orða og forspjalls, skrifuð á „venjulega Olivetti-ferðaritvél", en að öllu öðru því óvenjulegri; -— Bréf úr myrkri. Þegar höfundurinn lauk við að rita þau í ofanverðum febrúar 1955 voru liðin níu ár síðan hann „hvarf úr hópi sjáenda. Hann segir í formálsorðum um tildrög bókarinn- ar: „Þegar ég hóf þetta verk, taldi ég mér trú um að ég væri að rita bók, er yrði nokk- urskonar leiðarvísir fyrir sjáandi fólk í um- gengni við blinda menn, sem og hitt, að ef einhverjir blindir fengju þetta að heyra, myndi það ef til vill verða þeim nokkurt vegamesti, uppörvun og hvatning í lífsbar- áttunni.------En eftir því sem gekk á verk- ið fram, varð mér æ ljósara, að ég var fyrst og fremst að skrifa fyrir sjálfan mig. — — Þetta eru reikningsskil manns, sem orðið hefur fyrir því óhappi að missa sjón sína á miðjum aldri, frásögn af því, hvemig hann hefur reynt að læra á lífið að nýju og að finna veg, þar sem enginn vegur virtist vera. ------Og með því að gera þessa reiknipga upp í eitt skipti fyrir öll, voru þeir um leið úr sögunni ...“ Afrek eru unnin í kyrrþey, flest sem mest er um vert. — „Meðan ég er að skrifa þessi blöð er ekkert til í heiminum annað en þau, ritvélin og ég,“ segir höfundurinn enn. — Og reikningsuppgjörið hans verður ekki við annað kennt en afrek. Og fylgiskjöl reikninganna, þessi sautján bréf, ekki við annað en góðar bókmenntir. Sú lífsreynsla og sá karaktér sem í þeim birtist, mætti vissulega verða „örvun og hvatning" hverjum sem í myrkri situr, og í víðari en bókstaflegum skilningi; því þar er ekki aðeins að finna „leiðarvísi fyrir sjáandi fólk í umgengni við blinda menn“, heldur við miklu fleiri fyrirbæri og stað- reyndir lífsins. Bréfritaranum virðist fátt mannlegt óvið- komandi. Því óskýrari sem sjón hans er á birtubrigði dags og nætur, því skýrari er hugsun hans og skilningur, og gráan hvers- dagsleikann sér hann oft í mjög skoplegu ljósi. Mál hans er hófstillt og látlaust, ósjaldan snjallt og minnisstætt í látleysi sínu, og opnar víða útsýn milli lína. í bréfunum er fjallað um kapphlaup hans við tímann, eftir að hann sá fram á hið óhjákvæmilega; um það, hvemig sé að vera blindur; um það, hvernig hann athug- aði sinn gang í hinu nýja ljósi; um vinn- una; um hesta, kýr og kindur; um huldu- fólk og mennska menn; um frelsi; um trúna á þjáninguna; um bækur; um út- varp; um sveitarsímann og hinar forboðnu hleranir í hann; um heiminn utan við heiminn; um kalda stríðið; um trúna á vantrúna; um það sem einu sinni var, og um það að skrifa sér til skemmtunar; og loks um þá tvo á báti, hann og guð. Eru þetta heiti bréfanna og gefa lauslega hug- mynd um efni þeirra. Það væri svo freistandi að fjalla um nokkur af þessum margvíslegu bréfum, hvert fyrir sig, því þar er margt efnið til hugleiðingar; en það yrðu allt of langar línur. Þessi litla bók speglar heilan heim á milli spjalda sinna, — eða mætti kannski segja, að hún væri sveitarsími, þar sem hlera mætti óvenjulega margt, jafnvel um bannhelga hluti eins og frið, sjálfstæði, frelsi og ættjarðarást og um sjálft kalda stríðið. Bréfið sem ber yfirskrift sveitarsímans og er hreinasti skemmtilestur, stendur til 330
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.