Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 96
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
heiðni og kristni og benda því með gildum
rökum til tímamótanna á dögum Þórðar
Kolbeinssonar og Bjarnar Hítdælakappa.
13. aldar höfundur er í meira lagi ólíklegur
(hversu slýngur sem hann er) til að gera
sér far um að sýna slíkt í atriðum einsog
orustuvœttum sem skapa himintúngl
(„randóps vættir þærs skópu hlýrn“) eða
hjálmi skrýddrí valkyrju guðs („hjalm-
faldin armleygjar orma Ilmr dagleygjar
hilmis"), (33. og 34. vísa). Hallfreður vand-
ræðaskáld hefur leingi frægur verið fyrir
náskyldan tvískinnúng í kveðskap sínum,
en þótt Bjarni sjái sóma sinn í að taka það
til athugunar, er það síður en svo viðhlít-
andi og sízt sannfærandi.
Þá er það tortryggilegt að Bjami skuli í
ástavísnasamtíníngi sínum sleppa hinni al-
kunnu vísu Hallbjarnar úr Landnámu:
Olkarma lætr, arma
eik firrumk þat, leika
Lofn fyr lesnis stafni
línbundin mik sínum.
Bíða munk of brúði,
böl gervir mik fölvan,
snertumk harmr í hjarta
hrót, aldrigi bótir.
Ef þessi vísa uppfyllir ekki skilyrði Bjarna
um „tilfinningasemi, ástarþrá eða harm“
þá hefði hann mátt sleppa fleirum útaf list-
anum.
3
Svo eru það samanburðarvísindin, en þau
eru einna verst. Átakanlegt dæmi um þau
er samanburðurinn á kynnum Ingólfs og
Valgerðar og Tistranssögninni (bls. 177—
180). Með sömu aðferðum og Bjarni beitir
þar mætti víst færa sönnur á flest sem
manni dytti í hug. Svipaður veikleiki er í
uppátækinu um Þorkatlana, feður kvenna í
tveim vísum; þar á ekkert að hafa komizt
að nema stælíng (harla kuldalegur vitnis-
burður um sjálfstæða getu rithöfundar
hvað snertir sögupersónur; en þetta er líka
algeingt í ritgerðum Barða Guðmundsson-
ar um Njáluhöfund). Eða þá orðheingils-
hátturinn um gistíngamar í Gnúpsdal (bls.
64). Af slíkum „fræðimanns“tiktúrum úir
og grúir. Víða er Bjarni þó glöggur á sterk
samanburðareinkenni, t. d. um fyrstu heim-
sókn Þormóðar í Arnardal og Kormáks í
Gnúpsdal (bls. 64—65) eða þá um sendiför
Sigurðar konúngs til Gregoríusar Dagsson-
ar og Upplandaför Hallfreðar (bls. 198—
201), og geta raunar atriði sem þessi verið
algeing flökkuminni án beinna teingsla.
En rannsóknir sem byggjast í ríkustum
mæli á orða- og nafnalíkíngum heimilda
eru orðnar dálítið þreytandi, þótt slíkt geti
vissulega bent á hugsanlegar leiðir. Þessi
aðferð er árátta hjá Bjarna, og þarsem
hann ræðir uppistöðu og uppruna Bjarnar
sögu með tilliti til ívars þáttar fngimundar-
sonar, verður mér að taka til gamans
klausu úr Árbókum Espólíns við árið 1599:
„... hafði beðið Oddnýjar Jón Dan af
Vestfjörðum, son Magnúsar Jónssonar, og
var hún honum heitin, en kunnleiki var
kallaður með þeim Birni og Oddnýju.“
Ég efast ekki um að Bjama hefði þótt
þessar línur mikils nýtar varðandi uppruna
persóna og efnis í Bjarnar sögu, ef efni
klausunnar stæði skráð á einmana skinn-
blaðsslitur frá öndverðri 13. öld. En það vill
bara svo neyðarlega til að þetta er skrifað á
19. öld öndverðri og fjallar um sögulega at-
burði seint á 16. öld, svo höfundur Bjarnar
sögu stælir það fjandakornið ekki — nema
Bjarni taki alvarlega í taumana. Þetta
bendir satt að segja á hversu samanburðar-
vísindi af þessu tagi geta leitt til grátbros-
legs aulaháttar. Ofanskráðri klausu Espó-
líns svipar sízt minna til aðstæðnanna í
Bjamar sögu heldur en til dæmis ívars þátt-
ur gerir, en Bjarni talar um hann sem fyrir-
mynd Bjarnar sögu af mikilli sannfæríngu.
334