Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 98

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 98
BRÉF : Safngripir eða lifandi menn ecar ég hugleiði hernámsmálin og af- stöðu hernámssinna hef ég alltaf haft ríka tilhneigingu til að afsaka þá með því, að þeir tryðu því staðfastlega, að aldrei kæmi til styrjaldar. Herinn vildu þeir hafa í gróða skyni og teldu sig ef til vill hafa af honum nokkurn pólitískan styrk. Eg hef átt erfitt með að trúa því, að til væru margir Islendingar, sem væru svo kaldrifjaðir, að þeir vildu stofna lífi og tilveru þjóðar sinn- ar í hættu fyrir þennan stundarávinning. Mér brá því allharkalega, þegar þessir sömu menn láta nú í ljós þá skoðun, að nauðsyn- legt sé að geyma handritin, okkar endur- heimtu þjóðardýrgripi, á nógu afskekktum stað svo sem Skálholti til þess að vernda þau gegn tortímingarhættu í hugsanlegri atómstyrjöld. Þar með er það viðurkennt, sem við hernámsandstæðingar höfum hald- ið fram og hefur verið okkar sterkasta rök- semd, að herstöðvarnar skapi tortímingar- hættu fyrir mikinn hluta þjóðarinnar, hættu, sem svo er geigvænleg, að fulla nauðsyn beri til að vernda þessa þjóðardýrgripi gegn henni. Virðast mætti þó, að þessi hætta væri öllu meiri fyrir líf fólksins í Reykjavík og nágrenni en fyrir tilveru dauðra hluta. Vit- að er, að til dæmis geislunarhætta getur verið skaðleg lífi og heilsu manna, þótt dauðir hlutir geti sloppið við tortímingu af þeim sökum. En þá vaknar hér ein spurning, sem við getum ekki hliðrað okkur hjá að svara: Hvort er okkur dýrmætara þessir fornhelgu þjóðardýrgripir, eða þjóðin sjálf og líf hennar í nútíð og framtíð? Eða eru hand- ritin jafnmikils virði, ef þjóðin deyr út? Væru handritin aðeins safngripir, minjar um forna útdauða menningu, eins og hella- málverk steinaldarmanna, mætti einu gilda, hvar þau væru geymd. Réttur okkar til handritanna byggist fyrst og fremst á því, að það, sem á þau er skráð, er sterkur þátt- ur í lifandi menningu þjóðarinnar, og á að vera aflvaki í framtíðarmenningu hennar. Ef íslenzka þjóðin liði undir lok, mundu handritin auðvitað halda áfram að vera merkilegir safngripir og minnisvarði þeirr- ar þjóðmenningar, sem skapaði þau, og ég gæti jafnvel hugsað mér að verðgiidi þeirra mundi hækka í dollurum, ef nokkur hefði þá yfirleitt þörf fyrir dollara, en andleg verðmæti þeirra rnundu þá rýrna að sama skapi, þar sem þau væru ekki lengur í tengslum við lifandi þjóðmenningu, og skipti þá litlu máli hvar þau væru geymd. En hvað skal þá segja um þjóðina sjálfa? Er hún minna virði en handritin? Er það, sem hún skapar í dag í listum og vísindttm minna virði en okkar forna þjóðmenning? Það gæti að minnsta kosti orðið álitamál. Við viljum trúa því, að þegar fram líða stundir eigi þjóðin eftir að vinna stærri af- rek en hún hefur unnið til þessa og það er fyrst og fremst vegna framtíðarinnar, sem við verðum að halda tengslunum við fortíð- ina. Við dæmurn þá réttilega hart, sem glat- að hafa fornum minjum úr sögu þjóðarinn- ar. Jafnvel bréfasnudda dansks embættis- manns á Islandi, eða verzlunarbók danskrar einokunarverzlunar, eru okkur dýrmætir sögulegir fjársjóðir. En hvemig á þá að dæma þá menn, sem nú virðast reiðubúnir að skera á lífæð íslenzku þjóðarinnar, Ijúka sögu hennar fyrir fullt og allt og þurrka út öll óunnin afrek hennar. HlöSver SigurSsson. 336
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.