Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Page 48

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Page 48
Tímarit Máls og menningar auðvitað að vera hið eina. Gamli spekingurinn er þó það mannlegri, að hann kann greinarmun ýmsra hluta. Hann segir til dæmis: „Stutt er dregið af löngu með samanburði; lágt er aðgreint frá háu eftir af- stöðu.“ Og hann gerir betur: „Þegar allir í heimi skilja fegurð hins fagra, kemur hið ófagra í ljós. Þegar allir skilja góðleik hins góða, kemur hið illa í ljós.“ Eftirlitsmaðurinn er svo lauslega undirbyggður, að hann verk- ar meira sem blóðlaus eftirherma en maður, er hefur lifað nokkur hærri sannindi. Sams konar ofýkjur eru það í Atómstöðinni, þegar Falur bóndi ger- ir guð sinn hvorugkyns og lýsir hon- um með neikvæðum orðum: „ekki hann, ekki hann“. Hvaða íslendingur myndi lýsa átrúnaði sínum með því- líku orðalagi, annar en sá, sem væri að leika eftirhermu. Þetta er utanað lært og innihaldslaust í munni íslend- ings. Þetta er málfar þrautþjálfaðra jóga Indíalands, þegar þeir eru að reyna að túlka í mannheimi upplifun sína í djúpu samadí, upplifun, sem okkar veröld vantar orð yfir. Þeir halda sér reyndar við hvorugkynið og segj a: „ekki þetta, ekki þetta“ eða „ekki það, ekki það.“ Nú er það ekki minn þanki, að ekki megi ýkja í skáldsögum. En ýkj- um verður að mínu viti að vera svo í hóf stillt, að íhugull lesandi hætti ekki að trúa, nema bókin eigi að vera eins konar Helj arslóðarorusta og þá skrifuð í ýkjustíl. Svipaðs óraunsæis gætir í lýsing- um Halldórs á Erlendi. Sá Erlendur, sem hann kynnir lesendum í Atóm- stöðinni og í Skáldatíma, er ekki sá Erlendur, sem ég um gekkst í þrjátíu og þrj ú ár og hálfu betur. Ég fæ ekki gert mér örugga grein fyrir, af hverju þessi vanskapnaður stafar. Er það skortur á virðingu fyrir staðreynd- um? Eða eru það einhverjir innri erfiðleikar á að fylgja staðreyndum? Eða er þetta tilraun til að skapa full- komnari og glæsilegri mann en Er- lendur var? Ef svo væri, þá hefur til- raunin borið gersamlega gagnstæðan árangur. Eða er það allt þetta eða ekkert af þessu? En um taóið okkar vildi ég mega segja það í lokin: Ég hafði haldið, að það hlyti að vera nokkuð erfitt í meðförum í höndum frumstæðinga Vesturlanda. Og ég held, að gæta þurfi hófsemi taós sérstaklega, auk mikillar ísmygli, þegar á að fara að hressa með því upp á landa vora á Þj ófaeyj unni, ef sú viðhressing á ekki að verka á ærlegan lesanda á- þekkt og kontrapunkturinn minn á Pál ísólfsson. Og um Erlend er það ennþá að segja, að hann var ekki sérlega nátt- úraður fyrir Austurlandaheimspeki og því síður háspeki þeirra og mót- aðist harla lítið af þeim fræðum. Hans vegir lágu nær jörðu. 158
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.