Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Page 80

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Page 80
Tímarit Máls og menningar kennda hlutinn sem minnir á allt hið efnislega og vélræna. Fimmta erindi byggist á 1 og 3 þar sem tíminn hvarf. Hér lætur tím- inn undan og eilífðin tekur við. Nóttin, svefninn, hefur verið ráð- andi stemningin í þessu kvæði. Það byrjaði á Raddlaus nótt, hélt svo á- fram: Ég hef búið mér hvílu ..., Út úr langsvœfum líkama mínum .. ., og fjórða og fimmta erindi hafa flutt samskonar hillingar af sviðinu milli svefns og vöku og 4, eitthvað sem snýst, eitthvað sem fellur. Hér kemur vatnið fram í síðasta sinn og við ættum að gera upp við það sem tákn. Ég hef annars farið mjög hægt í sakirnar við að útskýra tákn, fyrst og fremst af því að mér finnst tákn njóta sín bezt á meðan þau eru óskýr. Ef tákn á að merkja eitthvað mjög ákveðið, þá hefði ver- ið eins gott að sleppa tákninu alveg og hafa hitt í staðinn. Og svo er sú hætta á táknaskýringu, að þar getur maður fetað undarleg einstigi með vitsmununum þangað sem tilfinning- arnar hafa ekki möguleika á aðfylgja þeim eftir. Vatnið er þó höfuðtákn í þessum kvæðum. Þetta er skýrt tekið fram í 1 þar sem okkur er sagt hvað við eigum að hafa í huga þegar vatnið er nefnt síðar meir. En bak við svo furðulega áhrifamikið tákn hlýtur að búa eitthvað meira en sagt er í L Sálfræðin kennir okkur, að vatn tákni hið kvenlega, en að þessi tengsl liggi svo djúpt í undirvitundinni að þau verði aldrei meðvituð. Ég held, að þetta sé tengiliðurinn, sem hefur vantað. í hvert skipti sem setningum eins og Gegnum mýkt vatnsins er teflt fram er hér um að ræða geysi- sterk áhrif á undirvitund lesandans. Ef þessi skilningur minn á táknrænu gildi vatnsins er réttur, þá tengir það einnig ástina, kvenpersónuna, við tímann og skáldið og það er vatnið umfram allt sem gerir kvæðin að ó- rjúfandi heild. í sjötta erindi, þegar búið er að líta yfir allt sem komið hefur fram í þessum kvæðum, komum við loks- ins þangað sem við byrjuðum, endur fyrir löngu: A poem should not mean but be. Eilífðin, dauðinn, ódauðleik- inn geymir þessi kvæði og kvæðin eru óræður draumur. # # « Ég hef leitazt við að segja hver áhrif þessi Ijóð hafa á mig og ég hef reynt að sýna hverjum listrænum brögðum er beitt til að ná þessum áhrifum, en Tíminn og vatnið nær yfir svo stórt svið mannlegrar reynslu að það er ekki gott að setja því ein- föld takmörk. Steinn býr sig undir dauðann, og þegar hann er að því kominn að kveðja, verður honum litið um öxl og hann rennir augum yfir raunveru- leikann sem hann er að fjarlægjast. 190
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.