Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Page 88

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Page 88
Tímarit Múls og menningar anlega þýðingar hans, eins og höf. tekur réttilega fram. Hinsvegar kemur það naum- ast nógu skýrt í ljós að það sem í raun og veru skapar séra Jóni algera sérstöðu í skáldskap samtíðar sinnar á íslandi var einmitt framtak hans á þessu sviði: hann verður fyrstur íslenzkra skálda til að þýða erlendan skáldskap annan en sálma að nokkru ráði; og ýmsar þýðingar hans á samtíma skáldskap komust á prent að hon- um lifanda. í annan stað er séra Jón flest- um ef ekki öllum íslenzkum skáldum meiri fyrir þá sök að hann sýndi í fátækt sinni og umkomuleysi þann stórhug og brenn- andi bókmenntaáhuga sem fram kemur í átökum hans við stórvirki heimsbókmennt- anna. Því verður séra Jón, eins og Jón Helgason segir, „okkur ímynd þess sem við teljum okkur helzt til gildis á liðnum öld- um: hinnar ódrepandi seiglu að fást við andleg störf, jafnvel á tímum þeirrar efna- hagslegrar vesaldar sem mest gat orðið.“ Höf. fer helzt til fljótt yfir sögu í grein- argerð sinni fyrir þýðingum séra Jóns á Pope, Milton og Klopstock. Hann hefur ekki einu sinni hagnýtt sér til fulirar hlít- ar það sem um þær hefur verið skrifað. Ifann getur þess t. d. að séra Jón snúi hverri tvíhendu Popes í Tilraun um mann- inn í fjórar víxlrímaðar hendingar, og verði því texti hans nær tvöfalt fyrirferðar- meiri. Hins er aftur á móti látið ógetið að þessi lenging textans stafar nær algerlega frá dönsku þýðingunni, og bragarhátturinn er hjá séra Jóni að nokkru stældur eftir hinum danska. En þetta er skýrt tekið fram í ritgerð Jóns Ifelgasonar, sem áður var nefnd, og dæmi sýnd um mismuninn á frumtextanum og dönsku þýðingunni, svo og hversu séra Jón þræðir danska textann. Honum verður því ekki um það kennt hve lítið verður úr hinni hnitmiðuðu orðfimi Popes í íslenzku þýðingunni; orsakarinnar er að leita í danska textanum. Því má skjóta hér inn að þess sjást engin merki í bókinni að höf. hafi lesið þessa ritgerð Jóns Helgasonar, sem hann þó nefnir í heimilda- skrá, en þar er í stuttu máli settur íram skilmerkilegur og sanngjarn dómur um séra Jón, sem höf. hefði mátt draga af margvíslegan lærdóm. Um vinnubrögð séra Jóns í þýðingum hans á Pope og Milton hefði höf. og getað fræðzt í ritgerð Ric- hards Becks, sem er þó vísað til í texta bók- arinnar. Annað dæmi má nefna þar sem þessar ritgerðir hefðu getað orðið höf. að liði: Lauslega er drepið á heimsókn Rasks að Bægisá og áhuga hans á kveðskap séra Jóns. Hins er aftur á móti látið ógetið að Rask hefur lýst heimsókn sinni í bréfi til Gríms Thorkelíns, en um það er rætt í báð- um ritgerðunum sem nefndar voru, og Ric- hard Beck tekur upp kafla úr bréíinu. Eins hefði ekki síður verið ástæða til að geta um dóma þeirra Rasks og Finns Magnús- sonar urn þýðingarnar, heldur en um álit Hendersons, sem ekki verður skilið á öðr- um forsendum en þeim að hann hafi verið heldur illa að sér í íslenzku. Til þess að gera nokkra grein fyrir stöðu séra Jóns í íslenzkri bókmenntasögu hefði verið nauðsynlegt að benda rækilega á þau áhrif sem kveðskapur hans hafði á síðari menn. Höf. víkur lítillega að þessu efni, en gerir því engin skil, tilfærir ekki einu sinni þau dæmi sem Jón Helgason benti á um bein áhrif á Bjama Thorarensen og Jónas Hallgrímsson, og við þau mætti mörgu bæta, ekki sízt í orðafari, sem mörg síðari skáld sóttu ótæpt til séra Jóns. Þó að ekki sé hægt að ætlast til ýtarlegrar rann- sóknar á þessu sviði í slíkri bók, er hér um svo mikilvægan þátt að ræða í lífsstarfi séra Jóns að í heilli bók um hann býst les- andinn við einhverju frekara. Tvö minni háttar atriði skal minnzt á að lokum: 1) Höf. leggur á það talsverða á- herzlu að séra Jón hafi fyrstur íslendinga 198
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.