Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Qupperneq 15

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Qupperneq 15
Friðrik Þórðarson Úr Grikklandseyjum HripaS á spássíu Iamque per Aegaeos ibat Laertia flexus puppis, et innumeras mutabant Cycladas aurae; iam Paros Olearosque latent; iam raditur alta Lemnos ct a tergo decrescit Bacchica Naxos, ante oculos crescente Samo; iam Delos opacat acquor ... Statíus, Akkillesarkviða. ASantorÍnÍ er tíðræmdastur þingstaður drauga í Grikklandshafi, svo að víða um eyjar er haft að orðtæki að flytja drauga til Santoríní; það er að bera í bakkafullan lækinn. Sé einhvers staðar afturganga svo mögnuð að ekki tekst að koma henni fyrir, þá þykir ekki annað ráð betra en senda hana hingað. Þó hefur mikið dregið úr reimleikum síðustu mannsaldra, og fræði- menn kvarta jafnvel um að þeir séu að leggjast af með öllu. En raunar eru ekki ýkjamörg ár síðan skósmiður hér í Pýrgos, Alexander að nafni, gekk aftur til að vinna fyrir hyski sínu; hann sótti vatn og hjó í eldinn og gerði við skóna af krökkunum og var á ýmsan hátt í snúningum fyrir konu sína, nema á laugardögum hvildi hann sig í gröf sinni, því þá halda grískir draugar heilagt. Loks leiddist meinfýsnum nágrönnum þetta og tóku hann og brenndu. En það er þó ugglaust satt að drauga hafi nú mikið til þrotið um sinn hér á Santoríni ekki síður en annars staðar, þó hitt sé jafnvíst að þeir eiga eftir að aukast og æxlast að nýju þegar aftur kemur í þann punkt í rás sköpunar- verksins. En það er einsætt að reimleikar hafa verið miklu meiri fyrrum hér í Miðjarðarhafsbolnum, eins og líklega víðar, en þó aldrei meiri en á 16. og 17. öld. Árið 1542 var t. a. m. svo reimt í Miklagarði að Súlíman soldán annar, kallaður hinn mikli, bauð út leiðangri janitsara og var sjálfur fyrir liðinu. Þá voru höggnir á einum degi ekki færri en 150 draugar og vampírar, og þótti þá létta nokkuð í bili. Þetta er þó ekki annað en dæsinn slæðingur hjá því sem á gekk á Santoríní um miðja 17. öld. Draugar gengu þá Ijósum logum um eyna á björtum degi, sóttu mannfundi og voru heimagangar í hibýlum fólks. Maður hét Janetis Anaplíótis; hann dó og gekk aftur og sótti einkum að konu sinni og skyld- mennum; á nóttunni réðst hann á fólk sofandi í rúminu, dró það fram úr og 221
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.