Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Síða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Síða 69
sögu í nýlegum ritum, leggja áherzlu á ofurvald örlaganna. Slíkt er í sam- ræmi við heiðnar lífsskoðanir. Orlög eru eitt af þeim töfraorðum, sem fræðimenn nota syknt og heilagt til að skýra hinar sundurleitustu gerðir manna og atburði. Einn fræðimaður hefur komizt svo að orði, að örlögin hafi látið Einar ríða hestinum, og með því móti er ofríki þeirra farið að ganga nokkuð langt. En slíkur skilningur á sér litla stoð í sögunni sjálfri, sem lýsir feigðarráði smala- manns, á þessa leið: „Hann sér nú stóðhrossin fram á eyrunum og hugs- ar að höndla sér hross nokkurt til reiðar, og þóttist vita, að hann mundi fljótara yfir bera ef hann riði heldur en gengi... Einar veit að líður morg- unninn og hyggur að Hrafnkell muni ekki vita,þótt hann riði hestinum...“ Auðsætt er af þessum kafla, að höf- undur sögunnar hugsar sér ekki Ein- ar smalamann einvörðungu sem „leik- sopp örlaganna". Einar skapar sér sjálfur ógæfu sína og tekur ákvörð- un, þegar hann hefur hugsað mikið um málið. Sagnirnar, sem höfundur velur til að lýsa hiki Einars: hugsa, vita, hyggja sýna ljóst, hvert hann er að fara. Áherzla er lögð á vitundar- lífið. Hér er engin dularfull örlaga- norn, sem ræður athöfnum smala- mannsins. Samkvæmt kenningum guðfræð- innar á miðöldum var maðurinn gæddur frjálsum vilja, og hjá því SiSfrœSi Hrafnkels sögu verður ekki komizt að gera ráð fyrir því, að höfundur Hrafnkels sögu hafi verið sömu skoðunar. Harmleikur Einars er einmitt ekki fólginn í því, að einhver óviðráðanleg og dularfull örlagaöfl stjórnuðu honum, heldur velur hann sér hlutskiptið sjálfur. Hann misnotar sér þann frjálsa vilja, sem honum er gefinn til góðra hluta. Fyrirmyndin að sögu Einars er sótt í fyrstu bók Móses, þar sem segir frá freistingu Evu og óhlýðni við guð. f báðum frásögnum hagar svo til, að allir hlutir nema einn (allir ávextir í garðinum nema forboðna eplið; öll hrossin í dalnum nema Freyfaxi) eru heimilir. Ef neytt er þessara forboðnu hluta, er manninum hótað dauða. Eva lofar að eta ekki af eplinu, og Einar að ríða ekki hestin- um: „Einar kvað sér eigi mundu svo meingefið að ríða þeim hesti er hon- um var bannað, ef þó væri m'órg önn- ur til.“ Bæði Eva og Einar brjóta lof- orð sín, og fyrir það verður annað þeirra hrakið úr garði lífsins og hitt drepið, eins og hótað hafði verið. Einar gerist sekur um óhlýðni, en óhlýðnin er ein af frumlöstum og í rauninni afbrigði af ofmetnaði, eftir því sem kristin siðfræði á miðöldum skildi slíkar syndir. Einari er gefið frjálst val, hvort hann vill heldur hlíta boðum húsbónda síns og því lof- orði, sem hann gaf sjálfur, eða þá láta undan freistingunni og taka for- boðna hestinn. Hann velur af sjálfs- 275
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.