Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Side 92

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Side 92
Tímarit Máls og menningar laire. Þótt prósaljóð þessa meginskálds séu mikilvæg tilraun á leiðinni til Uppljómana Rimbauds, eru þau fremur táknrænir smá- þættir og sveimandi hugleiðingar en prósa- ljóð í venjulegum skilningi. J. Ó. segir í formálanum um skáldskap Baudelaires: „Hann vildi fullkomna Ijóðið, gera það þann veg úr garði að engu orði væri ofuuk- ið eða einskis orðs væri vant. Tilraun í þá átt er Petits Poémes en prose." Auðvitað gætir þessarar viðleitni ekki síður í Les Fleurs du Mal (sem Jón vill kalla 111- gresi!). Aftur á móti minnist J. Ó. ekki á næmi Baudelaires á tengsli milli ólíkra hluta, skynjana eða hugmynda eins og það kentur fram í skáldskap hans. Sú kenning, sem fólst í þeirri birtingu, færði bókmennt- unum nýja vídd með því að gera skáldið að eins konar farvegi skynheimsins; það er helzta afrek Baudelaires í þágu ljóðlistar- innar, að hann færði skáldið frá áhorfs- stöðu til eigin innri þátttöku í fyrirbærun- um. Frá ljóðtæknilegu sjónarmiði leiddu þessi umskipti til frjálsari myndlíkinga, þar sem ein mynd gat runnið í aðra án þess þörf væri á útfærðum samanburði. En þótt þenna yrkingarhátt sé upphaflega að rekja til Baudelaires, var hann engan veg- inn alltaf hans eigin aðferð, til þess var hann of tengdur formfestu klassísismans. En hvað sem því líðnr er furðulegt, að J. Ó. skuli ekki geta þessarar nýjungar í skáldskap Baudelaires, sem átti eftir að verð'a meginþáttur í þróun nútímaljóð'list- ar; er helzt svo að skilja, að' hann vilji eigna liana Rimbaud einum. Arlhur Rimbaud: Alla tíð hefur menn greint mjög á um gildi skáldskapar þessa furðulega snillings, en þó síður um áhrifa- gildið' en sérgildið. Francis Bull kemst svo að orði í Ifeimsbókmenntasögu sinni: „Vegna óskiljanleika síns hafa hvorki Mall- armé né Rimbaud haft mikla þýðingu fyrir heimsbókmenntirnar." Ernst Fischer lætur áhrifagildi verka Rimbauds fyllilega njóta sannmælis í bók sinni Von der Notwendig- keit der Kunst: „Nútímaljóðið, þessi sam- röðun sundurleitustu mola, þessi vitræna ó- ræð'isstefna, sem skýtur aftur og aftur upp kollinum, í síðari verkum Rilkes, hjá Gott- fried Benn og Ezra Pound, hjá Eliot, hjá Auden og Alberti — það er allt komið frá Rimbaud." (Fischer gleymir þó ekki Baudelaire). Skáldskapur Rimbauds er torráðinn — og af ýmsum orsökum. J. Ó. nefnir sérstaklega, að þekking Rimbauds á sögu gullgerðarlist- ar og töfra komi mjög við' skáldskap hans og tilfærir dæmi úr Drykkjumorgni, einum þýdda kaflanum úr Uppljómuniim. ilann hefði einnig getað tekið dæmi úr kaflanum Rernslca, sem hann þýðir einnig; þar stend- ur þessi setning (í þýðingti Jóns): „Ég eygi lengi þunglyndislega gullgufu sólarlagsins." Einhvern veginn finnst mér að „gullgufa" sé ekki sem heppilegust þýðing á „lessive d’or“, sem var eins konar dularfullt þvotta- efni, sem gullgerðarmaðurinn hafði til að hreinsa og göfga sína málma. En þótt for- vitnum lesendum þyki að vísu fengur í slíkum iipplýsingum, eru skáldsýnir Rim- bauds í rauninni óháðar öllum skýringum; gildi þeirra er fyrst og fremst fólgið í opin- herun: einnig þannig mátti yrkja; liinu hefðbundna ljóði var hafnað, ný tjáningar- að'ferð var fundin með gnótt möguleika, sem ekki einungis borgaraskáldin færð'u sér í nyt, heldur einnig skáld byltingar og stéttabaráttu eins og Majakovskí og Brecht. J. Ó. hefur með þýðingum sínum úr Upp- ljómiinum og Árstíð í víti unnið þarft starf, jiótt skemmtilegast hefði verið að eignast þessi tímamótaverk í heild á íslenzku í sér- útgáfu ásamt rækilegri ritgerð um Rim- baud og stöðu hans í ljóðlistinni, ekki a'ð- eins í akademískri merkingu, heldur einnig þjóðfélagslegri. Ég get hins síðastnefnda sérstaklega vegna þess að J. Ó. leiðir nær 298
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.