Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Side 93

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Side 93
gjörsamlega hjá sér aff fjalla um skáldskap höfundanna frá þjóðfélagslegu sjónarmiði; þó getur hann fransk-prússneska stríðsins og segir það ef til vill ekki neitt furðuefni, þótt menn fari sérstaklega að veita verkum skálda eins og Rimbauds og Lautréamonts athygli eftir heimsstyrjöldina fyrri. Hann bætir því við, að „átakanlegast og gremju- legast fyrir okkur, sem löngu seinna lesum verk þeirra meðan eyðingarvopnin hlaðast upp í heiminum, er hve sviplegan endi bók- menntastörf þeirra fá“ og gefur með því í skyn, að þessi 19. aldar skáld hefðu getað vísað veg til vongleði og trúar á lífið. Þó mun sannast mála, að verk þeirra séu tæp- ast þær spámannlegu gegnumlýsingar mannlífsins, sem J. Ó. vill vera láta. Þrátt fyrirkyngimagnaðan frumleik eru þau jafn- framt vitni vanmáttar ímyndunaraflsins, sem stendur ráðvillt gagnvart þeirri „sund- urbútun veraldarog manns“ (Fischer), sem óx með þróun kapítalismans í nánu sam- bandi við vélvæðingu aldarinnar. Arfleifð Rimbauds er ekki afstaðan, heldur aðferð- in. Nú á dögum, þegar skáldskapnum virð- ist yfirleitt ætlaður minni hlutur en fyrr, er þó helzt að leita leiðarljóss hjá höfund- um, sem hafa aftur leitt skynsemina til önd- vegis í stað óræðisins. En því má ekki gleyma, að jafnvel skáld eins og Brecht hafa þegið af hinni miklu arfleifð Rim- bauds. J. Ó. þýðir kafla úr Söngvum Maldorors eftir Lautréamont (Isidore Ducasse). Ef dæma má eftir skrifum gagnrýnenda um módernismann í list og ljóði sfðastliðna fjóra áratugi, orkar vart tvímælis, að Lau- tréamont er þar almennt talinn eitt helzta hreyfiaflið. Súrrealistar minnast hans með lotningu: „Maður dæmir ekki M. de Lau- tréamont. Maður ber kennsl á hann og hneigir sig til jarðar í kveðjuskyni“ (Phil- ippe Soupault). í bók sinni Entretiens (1952) telnr André Breton bæði Rimbaud Umsagnir um bœlcur og Lautréamont hafna yfir bókmenntalega flokkun, því að andlegar þjáningar þeirra vegna mannanna lyfti þeim yfir bókmenntir síns tíma og komi þeim í samband við síð- ari höfunda. Kaflinn sem J. Ó. þýðir úr Söngvum Maldorors er einkar vel þýddur og með því bezta í bókinni. Lýsing hans á Söngvunum í formála er þó of almenns eðl- is til þess að lesandinn sé nokkru nær af henni um gerð og innihald þessa magn- þrungna verks. Apollinaire var fyrsta ljóðskáldið, sem í alvöru færði sér í nyt þau nýmæli í máli og hrynjandi, sem fram komu í Frakklandi á áttunda og níunda tug síðustu aldar í verk- um þeirra Jules Laforgue og Tristan Cor- biére, þar sem gamalt og nýtt var sameinað í nýju tungutaki. Ilann bætti og aðhæfði venjuhelgaðar aðferðir í frönskum skáld- skap eigin lífsýn. Eins og Rimbaud taldi hann Ijóðlistina Hfgefandi afl og iðkun hennar áhættusama könnun skynsviðanna. Sérgáfa Apollinaires var sjónlægs eðlis. Hjá honum urðu hugsanir að myndum, sem aftur leiddu að nýjum efnum, sem styrktu heildaráhrifin. Kvæðið Skýjavofa, sem J.Ó. þýðir, sýnir þetta mætavel. Jón getur þess réttilega, að Apollinaire hafi verið mikill nýjungamaður og skjótur að tileinka sér sjónarmið annarra skálda; þannig hafi hann t. d. ort súrrealistiskt ljóð mörgum ár- um fyrir formlegt upphaf súrrealismans. Þess ber þó að gæta, að frumleikur Apolli- naires er ekki fólginn í „tækni“ hans, sem er „eklektísk", aðfengin, tínd til úr ýms- um áttum, heldur f hæfni hans til lifandi andsvara við ólíkum umhverfum. Og þau andsvör eiga sér einmitt ótilgert tungutak, einfalt og létt, en þó áhrifameira en nokk- ur uppteiknuð nýjung í íormi vindils eða úrs, þaðan af síður greinamerkjaleysi, en við slíkt og fleira fiktaði Apollinaire sér og sínnm til gamans. Hefði J. Ó. mátt gera á þessn gleggri greinarmun, svo að orð lians, 299
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.