Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Side 94

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Side 94
Timarit Máls og menningar rétt að vísu, að Apollinaire hafi lagt „drjúg- an skerf til endumýjunar og framþróunar franskrar ljóðlistar“ yrðu innihaldsmeiri. Mundi vera goðgá að kalla Paul Eluard hugþekkasta skáldið af þeim sex sem J.Ó. kynnir í bók sinni? Jón þýðir eftir hann hið kunna ljóð hans um frelsið, sem hann orti á stríðsárunum, auk þriggja smáljóða. Maður undrast það eitt, að sá sem eitt sinn orti um „heimsins mikla draum“ skuli ekki þýða fleira eftir þetta staðfasta skáld ást- arinnar og lífsins. Ég þykist vita, að meginorsök þess, að Jón Óskar hefur færzt í fang þýðingar þess- ar allar, er áhugi hans á því að auka skiln- ing íslendinga á nútímaljóðlist. Ást hans á viðfangsefninu er ótvíræð, en þó mun hon- um sjálfum ljósara en flestum, að hún ein nægir ekki til fnllkominnar túlkunar. En ef tilgangtir þýðinganna er fyrst og fremst „dídaktískur", sá að fræða, er óþarft að sýta, þótt þær miðli ekki því „seiðmagni" sem þau ljóð kunna að hafa á frummálinu. Bahlur Ragnarsson. Hra f nkelssaga Arið 1961 birti Hermann Pálsson há- skólakennari í Edinborg ritgerð um Hrafnkels sögu og ári síðar kom út bók eft- ir liann um sama efni.1 Rit þetta er athyglisvert fyrir margra hlnta sakir, þó einknm fyrir þá sök, að höf- undur kemst að þeirri niðurstöðu að Brand- ur Jónsson ábóti í Veri, síðar biskup á Hól- um, hafi sett Hrafnkels sögu saman. Hing- að til hefur enginn svo kunnugt sé leitt neinum getum að því, liver sé höfnndur of- annefndrar sögu, en vitneskja úm höfund 1 Hermann Pálsson: Hrajnkels saga og FreysgySlingar. Þjóðsaga 1962. þessa sérstæða listaverks varpar að sjálf- sögðu nýju ljósi yfir það og gerir mönnum öðni fremur kleift að öðlast dýpri skilning á stöðu þess í íslenzkum bókmenntum. Sé Ilermann búinn að koma auga á hinn rétta höfund, er hér um mikið afrek að ræða, og er að öllum líkindum mesta uppgötvun sem gerð hefur verið á sviði íslenzkra fornbók- mennta frá því að Barði Guðmundsson hirti rit sín um höfund Njálu og uppruna íslenzkra bókmennta. Svo vel vill til að til eru tvö rit — Gyð- inga saga og Alexanders saga -— sem vitað er að Brandur biskup hefur sett saman. Er því handhægt að gera samanburð á þeim og Hrafnkels sögu. Við samanburð þann, sem Hermann gerir á ritum þessum, koma fram svo mörg orða- og hugmyndatengsl og stílbragð er svo líkt að það eitt færir hinar sterkustu líkur til þess að skoðun hans sé rétt. llins vegar kemur ekkert fram sem mælir gegn henni, ekkert sem bendir til þess að Brandur biskup geti ekki verið höf- undurinn. Þá gerir Hermann og annan samanburð, sem sannarlega er engu veigaminni en sam- anbnrðurinn við ofannefnd rit. Þar ber hann efni llrafnkels sögu saman við upp- lýsingar þær sem Sturlunga gefur um sam- tíð Brands, einkum þó um atburði sem Svínfellingar eru við riðnir eða snertu þá að einhverju leyti og þá sérstaklega það sem Brandi sjálfum við kemur. Samkvæmt skoðun Ilermanns er fyrirmyndin bæði hvað snertir menn og atburði tekin úr sam- tíð Brands, ekki frá 10. öld. Við saman- burðinn dregur hann fram fjölmörg atriði sem benda til þess að höfundur Hrafnkels sögu hafi samtíð Brands í huga, er hann ritar söguna. Er það ekki sízt mikilvægt að liugiir höfundar virðist fyrst og fremst snú- ast um atburði sem snerta Svínfellinga, kynni þau, er Brandur hefur liaft af sögu- 300
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.