Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Side 24
Tímarit Máts og menningar
Skömmu fyrir hellenískan tíma í grikkjum var kosmógónía um skeið orðin
að stjarnfræði, en það var stutt gaman skemtilegt. Kaldear fundu upp stjörnu-
spáfræði áður en þeir fundu upp hjólbörumar og kendu 'hana í Miðjarðar-
hafsbotnum. Þeir voru útisetumenn. Rómverjar sintu lítt stjarnfræði þó þeir
vissu mart. Á heUenískum tíma fóru grikkir að læra sitthvað af rómverjum
iog gleyma öðru sem þeir höfðu fundið sjálfir, þarámeðal vísindalegri stjarn-
fræði. Utisetustefnan náði sér aftur á strik með spá og leiðslu og framþrótmin
misti spón úr askinum sínum um skeið. Út allar miðaldir, alt frammí renisans,
voru hugmyndir Vesturlanda samrunnar heimsköpunarfræði sem kristin-
dómurinn kom á stað; þar var kirkjan fulltrúi sköpunarinnar. Til stjarn-
fræðilegrar raunhyggju var einkum gripið í fornöld til að reikna tíma.
Kristnir reikníngsmenn í Afríku voru á fyrstu öldum kristninnar að reyna
að finna grundvöll til að Skipa niður kirkjuárinu. Þegar tekist hafði að
festa páskana í Nikeu 325, iþá var óhætt að setjast á krossgötur aftur; falla
í leiðslu; taka á móti spá.
Þeir í kristninni höfðu opinberun og höfnuðu raunhæfri aðferð í heims-
skoðun, svo grikkja sem annarra, nema urðu að gá uppí túnglið til að festa
páskinn. Alt vall út í leiðslum og spám í hálftannaðþúsund ár. Jafnvel á
17. öld er Bossuet biskup að skrifa sína frægu sagnfræði fyrir kirkjunnar
hönd Discours sur l’Histoire Universelle til að berja niður ef hægt væri
annan söguskilníng en þann kristna. Nú á dögum finst okkur ögn skrýtið
ef við flettum upp í Swedenborg, að þessi sænski útisetumaður og mótmæl-
andi skyldi telja víst að heimurinn hefði orðið til samkvæmt fyrirskipun sem
gefin var á hebresku; hann sá í himnana og heyrði að einglarnir voru enn
að tala saman á þessu túngumáli. í okkar tíð hefur marxisminn tekið við sem
skilgetið afkvæmi og arftaki gyðínglegrar heimsköpunarhyggju þar sem allir
hlutir eru sveigðir undir eina hugmynd — nema á þýsku í staðinn fyrir
hebresku. Svona kerfi heldur að ef þessi eina hugmynd fái að ráða í öllum
efnum, og helst að öllum sé útrýmt sem eru á móti, eða að minstakosti
skírðir fyrst og útrýmt síðan einsog Karlamagnús gerði, þá muni sigur-
verkið úr því gánga af sjálfu sér til eilífðamóns. Fyrir bragðið er innan-
geingt úr kaþólsku í marxisma.
Það heitir víst spá á íslensku þegar mönnum gefur sýn í fjarlæga staði
og þeir sjá aftur og fram í tímanum og eru viðstaddir þegar verið er að skapa
heiminn og eins þegar heimurinn ferst osfrv. Spá er víst skylt sögninni að
spæa, spáhen, og þýðir að hnýsast. Þó fellur spá í norrænu máli ekki alténd
nákvæmlega við spámannalæti einsog voru í gyðíngum áður fyrri, „prófet-
14