Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 29
Nokkrir hnýsilegir staðir í /ornkvœðum
afmældir reitir vaxnir ýmislegum gróða, héldu þeir blóma sinum alt árið
í gegn“ (þýðíng Sveinbjamar Egilssonar). Plútark telur insulae fortunatae
vera ódáinsakra þá, „elýsískan völl“, er Hómer segir frá. Horatius getur
þessa eylands í úthafinu og kallar það „land hins ósána korns er aldrei
plógjárn snerti“ (Epod. XVI, 39, ff). Iðgrænn völlur Völuspár þar sem
„ósánir akrar vaxa“ eftir ragnarök er einmitt þetta sama land.
VI
Lúkas í Sonatorreki
Sonatorrek er eitt þeirra kvæða sem hvorki gefa vísbendíngu um stund
né stað, þvísíður nafn eða áritun nokkurs manns. Það kemur einsog þrumu-
fleygur inní Egils sögu. Eftirminnilegur maður, óhkur Agli Skallagrímssyni
sögunnar sjálfrar, hefur orðið fyrir ástvinamissi og reynir að rekja harm
sinn ásamt með lífi sínu öllu samanvið trúarhugmyndir sem honum virðast
vera hjartfólgnar. Hann yrkir undir kviðuhætti og verður þúngi tilfinn-
íngarinnar átakanlegur í þessu einfalda metri. Hér er skáld á ókunnum tíma
að segja hug sinn og 'hjarta og gerist nærgaungulli sjálfum sér og þarmeð
áheyranda sínum en títt er í fornum kvæðum. Kvæðið, að einu erindi þess
undanteknu, er ókunnugt úr íslenskum bókmentum ailar miðaldir í gegn,
nema einusinni vitnað í það á 13du öld. Einginn tók eftir þessu kvæði. Hafi
menn kopíerað það, hefur slíkur verknaður gerst í einhverju svefnmúki;
menn hafa týnt uppskriftinni jafnóðum án þess að sakna nokkurs uns kvæðið
kemur að lokum fram á bók sem einn af okkar helstu handritafræðíngum
Stefán Karlsson hefur talið, munnlega, að sé jafnvel frá þvi um 1500. En
þegar hér er komið sögu er kvæðið orðið svo fordjarfað að helst minnir á
Sebastían helga eftir að búið var að leggja hann ótal spjótalögum en samt
lifði karl af, að minstakosti í það sinn. Svo erfitt reyndist að koma öndinni
í kvæðið í þessari elstu mynd sinni þektri, sem þó er ekki eldri en frá 17du
öld, að segja má að prentaðar útgáfur þess núna séu að miklu leyti mál-
fræðíngaskáldskapur frá 19du öld. En þó kvæðið sé torkennilegt og breinglað,
jaínvel grunsamlegt, hefur víst aungvum dottið í hug annað en það sé eldri
skáldskapur en þau þekt handrit sem hafa skilað því frammí dagsljós nú-
tímans.
í mynd þeirri sem fræðimenn hafa komið sér upp af fomöldinni, og
stundum vill hafa svip af skáldsögu, er svo látið heita að Sonatorrek sé ort
í Borgarfirði í kríngum AD 960. Eftir því ætti kvæðið að hafa geymst sem
19