Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 30
Timarit Máls og menningar
„þjó3vísa“ á vörum mamna, fyrst í 160 ár meðan enn voru ekki skrifaðar
bækur á landinu, þe. hérumbil fimm kynslóðir; það væri þá fyrsta æviskeið
kvæðisins. Frá upphafi ritaldar um 1120 veit þó einginn til að þetta kvæði
hafi verið mönnum kunnugt frammað samníngartíma Egilssögu á 13du öld,
og má því gera ráð fyrir að enn hafi liðið 110—120 ár, þrjár til fjórar
kynslóðir til viðbótar þeim fimm sem geingnar voru meðan enn voru ekki
skrifaðar bækur í landinu né stuðst við skrifaðan fróðleik. Þarna er þá
komið hátt í 300 ár, um níu kynslóðir, sem kvæðið ætti að hafa geingið
í munnmælum.
Það er vel rökstutt mál að Egils saga sé samin um 1230. Elstu handrit
hennar varðveitt eru brot frá ofanverðri 13du öld. Verður ljóst af síðari
handritum Eglu að texti hefur verið lagfærður í umbótaskyni í rás tím-
ans. Það er kunnara en frá þurfi að segja að „kvæði Egils“ fyrirfinnast
ekki í elstum textum sögunnar; en sú staðreynd, að fyrsta erindi Sona-
torreks stendur í fornum egluhandritum, og Sniorri hefur í Eddu sinni
hálft annað erindi úr kvæðinu, gefur vísbendíngu mn að menn hafi haft
fyrir satt að kvæði væri til með þessu nafni eða að minstakosti hefði verið
til. Ekkert svar hefur hinsvegar feingist við þeirri spurníngu hvort Sona-
torrek hafi verið til eða ekki í frumriti Egils sögu. Sé þeirri spumíngu svarað
játandi, og mundi margur freistast til að gera svo, þá mætti spyrja hvort
einhverjum skrifurum 13du aldar sem kopíeruðu frumritið hafi þótt kvæðin,
þám. Sonatorrek, of lítilfjörleg í samanburði við lausavisur Egils til að lofa
þeim að fljóta með. Þeir menn sem líta andlægt á málið, og verða hryggir
við þá hugsun að lcvæðin hafi ekki verið til á tima egluhöfundar, verða að
hugga sig við þá von að þau ein egluhandrit forn sem skrifurum þeirra
þótti ekki þess virði að skrifa upp kvæðin, hafi geymst en hin glatast þar
sem kvæðin voru líka. Þetta er döpur huggun. Við heyrum semsé ekki um
tilvist Sonatorreks í heild fyren í skinnbók frá 15du öld ofanverðri einsog
fyr var sagt. Eftir því líða rúmlega 500 ár frá ímynduðum yrkistíma kvæðisins
AD 960 þángaðtil við fréttum að það hafi verið til í ekki ósvipaðri mynd
og við prentum það í bókum núna, afbakaðri eða leiðréttri eftir atvikum.
Sé höfð í huga tilvitnunin í kvæðið í Snorraeddu, þá er hún vitnisburður
þess að menn hafi kunnað einhverjar slitrur úr því eða líku kvæði á dögum
Snorra.
Það væri reynandi að spyrja fólklorista hvaða Iíkur þeir telja á að svona
kvæði hafi geymst í munnmælum án þess að styðjast við letur í átta eða
níu kynslóðir, þe. frá því það var ort og þángaðtil Egils saga er skrifuð.
20