Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Side 36

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Side 36
Tímarit Máls og menningar við sögu næstu ára á Frakklandi. Fagnaðarlátum múgsins ætlaði aldrei að linna þegar fulltrúar þriðju stéttar gengu fram, aðli og klerkum var tekið með ískaldri þögn, konungi klappað lof í lófa, en drottningunni send hróp- yrði: Madame déficit! Frú fjárlagahalla höfðu eitraðar tungur Parísarborgar kallað Maríu Antoinette síðustu misserin. Fáa, sem tóku þátt í þessari skrúð- fylkingu, grunaði þá stundina, að þeir gengi til dánarmessu hins forna franska þjóðfélags og sólin yfir Versölum hefði sortnað á himni. Degi síðar en messa hafði verið sungin í kirkju Heilags Loðvíks setti kon- ungur þing a'llsherjarstéttanna. Þingi þessu var í upphafi ætlað það hlutverk eitt að ráða fram úr fjárhagsvandræðum ríkisins, en fyrir rás viðburðanna hringdi það inn stj ómmálalega og þj óðfélagslega byltingu. Stéttir þingsins og múgurinn utan vébanda þess lögðu hver með sínum hætti fram sinn skerf til þessarar byltingar og þegar lýsa skal aðdraganda hennar verður að kanna félagslega og efnahagslega tilveru hinna sundurleitu stétta frönsku þjóðarinnar. Þegar byiltingin brast á var Frakkland fjölmennasta ríki Evrópu, nálega þrisvar si-nnu fjöbnennara en England, vafasamt hvort þegnar Rússakeisara hafi verið fleiri. Samkvæmt ritúalinu skiptist franska þjóðin, um 23 milljónir manna, í þrjár lögstéttir: klerka, aðal og þriðju stétt. Klerkastéttin, að meðtöldum munkum og nunnum, er talin hafa verið 100 þúsundir manna, undarlega fámenn í svo kaþólsku landi, en aðallinn var um 400 þúsundir. Forréttindastéttimar frönsku sem svo voru kallaðar töldu því aðeins hálfa milljón manna, öllum öðrum þegnum Frakklands var skipaður sess í þriðju stétt. Að sjálfsögðu var þessi skipting einstaklega grófgerð lögfræðileg hug- arsmíð, en það er skylt að taka mið af henni til báðabirgða. Klerkastéttin naut ekki aðeins sérstakrar virðingar fyrir sakir guðlegs embættis, heldur var hún búin miklum sérréttindum. Hún var rammlega skipulögð, háði kirkjustefnur með vissu millibili, átti margþætt stjómsýslu- kerfi og kirkjuleg dómþing. Kirkjan greiddi enga beina skatta, en galt kon- ungi gjöf á hverju ári og réð sjálf upphæðinni, sem kallaðist því don gratuit. Stundum bar það við, að kirkjan tæki lán handa ríkinu og sæi um greiðslur á vöxtum og afborgunum slíkra lána. Gjöfulasta tekjulind kirkjunnar var tíundin, sem hún tók af öllum jarðargróða Frakklands. Jarðeignir kirkj- unnar voru miklar, einkum í norðurhéruðum ríkisins, en minni þegar sunnar dró eða vestar, en alls mun hún hafa átt um tíunda hluta allrar jarðar á Frakk- landi. Biskupar, ábótar og dómkirkjur voru oft landsdrottnar heilla þorpa og höfðu af þeim lénstekj-ur. Engin stétt Frakklands var svo fastbundin kon- 26
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.