Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Page 40
Tímarit Máls og menningar
%
frjálsir menn, þ. e. þeir gátu farið lausir og liðugir ferða sinna hvert á land
sem þeir vildu sér til bjargræðis, þeir máttu eiga jarðeignir og fasteignir
og þeir gátu sótt mál fyrir dómi. Enn voru að vísu til ánauðarbændur í
sumum héruðum, svo sem Franche-Comté og Nivernais, en þeir voru í raun
og veru ekki lengur átthagabundnir. Árið 1779 hafði Frakkakonungur meira
að segja afnumið rétt landsdrottins til að elta uppi ánauðarhónda, sem
hlaupizt hafði á brott. Á Frakldandi var það helzta einkenni bændaánauðar,
að landsdrottinn skyldi erfa bónda, sem dó bamlaus. Franskur ánauðar-
bóndi var milclu betur settur en stéttarbræður hans víðast hvar annars staðar
á meginlandi Evrópu, er voru settir undir dóms- og lögregluvald landsdrott-
ins og í rauninni eign hans og erfðafé. Á Frakklandi naut ánauðugur jafnt
og frjáls maður konunglegrar réttarverndar.
En franskir bændur voru ekki aðeins frjálsir, heldur áttu þeir einnig
margir jarðir sínar, og voru í því efni ólíkir enskum bændum, sem lands-
drottnar höfðu gert að daglaunamönnum. Bændaeign var á Frakklandi mjög
misjöfn í hinum ýrnsu héruðum. Tíðastar voru sjálfseignarjarðir í Elsass,
í Norðmandí, Leirudal og yfirleitt í suðurhéruðum Frakklands. Á þessum
slóðum áttu bændur frá hebningi upp í þrjá fjórðu landsins. Annars staðar
var bændaeignin miklu minni. Talið er að bændur hafi átt um 30% allra
jarða á Frakklandi, hinn 'hlutinn skiptist milli þriggja lögstétta, kirkju, aðals
og horgara. Jarðeignir borgarastéttarinnar voru einkum í suðurhéruðum
landsins.
En í sama mund voru um allt Frakldand jarðnæðislausir bændur. Og þessir
sveitaöreigar voru ófáir, en víða áttu þeir kost á leiguábúð hjá jarðeig-
endum úr stéttum aðals, kirkju og borgara. Sj álfseignarbændur gátu einnig
bætt við sig jarðarskika með þessum hætti. En af því má sjá, að bændastétt
Frakklands átti við miskj öfn kjör að búa ekki síður en borgarastéttin. 1
sveitabyggðunum voru sæmilegir sjálfseignabændur, kotbændur og öreigar,
sem ekkert áttu nema hendurnar á sér og flæktust milli bjargálna og bón-
bjarga.
En þó var sá 'hlutur bænda verstur í flestum tilvikum, að jarðnæði þeirra
var svo lítið, að þeir gátu ekki framfleytt sér og hyski sínu. Að sumu leyti
stafaði þetta af búskaparháttum miðaldanna, sem enn voru víða í fullu
gildi: teigaskipti og þríspildukerfið, er þriðja akurspildan lá jafnan í tröð.
Þegar leið á 18. öldina og nær dró byltingunni versnaði hagur bænda einnig
mjög við það, að fólksfjölgunin tók tmdir sig stökk á þessum áratugum,
sveitaöreigunum fölgaði án afláts og jarðableðlarnir urðu smærri við arfa-
30